20.10.2011 | 11:31
Og svo á að fara að byggja hátæknisjúkrahús....
....hvaðan koma peningarnir ef þeir eru ekki til.
Er eitthvað hókuspókus kerfi til í bókhaldi ríksstjórnarinnar?
Líkt og þegar skorði var niður í menntakerfinu og .....hókuspókus......., - allt í einu er til einn og hálfur milljarður í Háskólann.
Og svo koma brennuvargarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hagræðingin við að hafa Landspítalann á einum stað borgar upp bygginguna.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 12:12
Er það virkilega? Trúir einhver svona bulli? Hagræðing!?!?!?
Benedikt V. Warén, 20.10.2011 kl. 15:13
Þú sérð það.
Ef þú værir að reka fyrirtæki þá væri betra og ódýrara að hafa fyrirtækið á sama stað.
Þú vilt ekki hafa bókarann í kóp, markaðsfræðinginn í hfj og svo framkvæmdastjórann í rvk. Svo sendið þið viðskiptavininn um milli staða.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 17:47
Eru menn ekki búnir að uppgötva síma, fax, e-mail né fjarfundabúnað í Reykjavík.
Hvað þarf sjúklingurinn (viðskiptavinurinn) að tala við bókarann í kóp, markaðsfræðinginn í hfj og svo framkvæmdastjórann í rvk.
Hélt að hann væri að fara til læknis. Er það orðið aukaatriði í öllu þessu ferli?
Benedikt V. Warén, 20.10.2011 kl. 21:53
eg bar að likja þessu við fyrirtækjarekstur....
Sjuklingur þarf að fara til læknis.
Kannski heimilislæknis i kop, krabbameinmeðferð i hfj svo uppskurð i rvk.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 22:19
....og....??? Við þetta þurfa þeir að búa, sem eiga heima á landsbyggðinni. Sé ekki vandamálið. Sé ekki heldur sparnaðinn við að eyða milljörðum í nýbyggingu til að afsaka hagræðingu upp á einhverjar milljónir.
Er þetta ekki bara spurningin um flottara leikfang sem aðrir þurfa að borga.
Minnir rosalega á hershöfðingjana sem þurfa alltaf að fá bestu, flottustu og dýrustu græjurnar.
Benedikt V. Warén, 20.10.2011 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.