10.10.2011 | 13:50
Kjördæmapot forsætisráðherra í Reykjavík?
Hvernig er hægt að færa Háskóla Íslands einn og hálfan milljarð án þess að það sé á fjárlögum? Er það ekki klárlegr brot á landslögum?
Þetta virkar á mig sem "kjördæmapot" í Reykjavík og fram að þessu hefur það þótt heldur neikvætt í umræðunni þegar um landsbyggðarþingmenn hefur verið að ræða. Er þetta eitthvað annað, ef það flokkast undir það að vera löglegt?
Sérkennilegast var þó svar forsætisráðherra sem var spurður, eins og aðrir sem hafa farið yfir á tékkheftinu, - þetta reddast einhvernveginn.
Verður skorið enn frekar niður í heilbrigðisgeiranum?
Verður fækkað enn freka í kvennastétturm?
Við sem borgum, eigum rétt á að fá að vita hvar til eru fjármunir í þetta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.