Sjoppumenning Framtakssjóðs

vopnafarðarhreppur.is:

"Efnahagshrunið hefur leikið Ísland grátt og þó jaðarbyggðir Íslands hafi búið til takmarkaðan skilning ráðamanna fyrir hrun hefur sá skilningur farið þverrandi enda eiga menn fullt í fangi með að þoka hjólum efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu áfram.

Að þar ríki gróska er lykillinn að efnahagsbata landsins en það er sárt til þess að vita að þegar lítið samfélag, sem hefur af eigin hvötum unnið hörðum höndum að nýsköpun iðnaðar, skuli mæta fullkomnu skilningsleysi frá hendi þess aðila sem skilur á milli feigs og ófeigs viðvíkjandi raungerð tiltekins verkefnis.

Seyðfirðingar hafa fengið þau skilaboð að Framtakssjóður Íslands styðji þá ekki í viðvíkjandi uppbyggingu álvíraverksmiðju."

Framtakssjóður getur núna keypt hlut í N1, sem er nánast gjaldþrota og Húsasmiðjuna, sem er í sullandi í sama feninu.

framtakssjodur.is:

"Markmið FSÍ um samfélagslega ábyrgð

8. Stjórn FSÍ og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum hluthafa FSÍ, sem eru almannafé, og taka jafnframt tillit til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri fyrirtækja.  FSÍ tekur ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum."

Hafa stjórnarmenn haft 8. grein að leiðarljósi?

Framtakssjóður var ekki til þegar verið var að virkja við Kárahnjúkana, en það voru lífeyrissjóðirnir hins vegar sem standa nú að Framtakssjóði.  Hver var þáttur þeirra í Kárahnjúkavirkjun?  Enginn minnir mig.  Kárahnjúkavirkjun malar nú gull.

Lífeyrissjóðirnir eru hins í því að sópa upp gjaldþrota fyrirtækjum og redda þeim með því að eyða í  þau almannafé.  Það er ekki flókið verk, svo framarlega að þau fyrirtæki séu stödd í landmnámi Ingólfs heitins Arnarsonar.


mbl.is Framtakssjóður kaupir hlut í N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband