Pólitískur skrípaleikur,....

....sem lítið á skylt við réttlæti og óhlutdrægni.  Það eitt hvernig Alþingi tók þá ákvörðun um hverja átti að lögsækja og hverja ekki, setur málið í þannig stöðu að ákæran ber óhjákvæmilega mjög sterkan keim af pólitískum ofsóknum.

Annað hefði verið upp á teningnum, ef allir sem ásakaðir voru, hefðu nú stöðu grunaðra.  Alþingi rústaði málatilbúningi öllum og því ber að vísa málinu frá.
mbl.is „Liðist ekki í öðru sakamáli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Er islenska ríkið að fikra sig í áttina með að taka upp kínverskt réttarkerfi?

Sólbjörg, 5.9.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Benedikt. Það er ekkert sem minnir á hlutlaust og löglegt réttlæti á jafnréttisgrundvelli í þessu landsdómsmáli. Það átti annað hvort að taka alla eða engan. Þannig á réttlætið að virka í lýðræðis-ríki.

Geir Haarde er ekki fullkominn frekar en nokkur annar, það geta allir verið sammála um. En illmenni er hann ekki.

Að taka Geir einan út úr stórum hópi spilltra pólitíkusa og embættismanna síðustu ára og áratuga á Íslandi, er stærsta og spilltasta aðgerð sem farið hefur fram á Íslandi í seinni tíð. Ég sé ekkert löglegt jafningja-réttlæti við þessi landsdóms-réttar-afglöp stjórnenda Íslands. Að draga Geir einan fyrir dóm fyrir glæp, sem fjölmargir aðrir Íslendingar eru samsekir í, og jafnvel miklu sekari í, en Geir, er hrein og klár réttar-kúgun (ekkert nýtt á Íslandi).

Lög og réttur eru einskis virði, ef ekki er alltaf farið eftir þeim, án tillits til hver á í hlut.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2011 kl. 11:23

3 identicon

Anna Sigríður hefur fullkomlega rétt fyrir sér. Stærsti hluti lögmenntaðra íslendinga eru verðlausir drullusokkar, sem fara ekki eftir lögum og réttarfari. Hvað eru margir íslenskir lagatæknar innvínklaðir og höfundar fjármálaspillingarinnar og ættu að sita bak við lás og slá. Þeir eru í tugum. Ekki yrði ég hissa þótt þeir sem sækja að Geir H. væru í þeim hópi. Lög og réttur er einskis virði á þessu skítahæli Ísland.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 16:09

4 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Vinstri Grænum er það mikið kappsmál að koma sök á einhvern af fyrrum ráðherrum, skiftir engu hver það er. En í þessu tilfelli er það Geir Haarde sá ágæti maður. Sumir í stjórnarliðinu iða í skinninu eftir að einhverskonar sök verði komið á hann.

Gísli Már Marinósson, 5.9.2011 kl. 17:54

5 Smámynd: Landfari

Ég held að engum blandist hugur um að ef við hefðum haft Steingrím í stól Geirs á þessum tíma værum við í mun veri málum en við þó erum.

Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá en ég held nú að Geir hafi bjargað því sem bjargað varð með setningu neyðarlaganna og láta bankana rúlla. 

Landfari, 5.9.2011 kl. 22:48

6 Smámynd: drilli

Landfari vill semsagt meina að brennuvarginum beri að þakka ef hann lætur svo lítið að hringja í slökkviliðið eftir íkveikjuna? Ja hérna.

drilli, 7.9.2011 kl. 22:24

7 Smámynd: Landfari

drilli minn, þú þarft nú aðeins að fylgjast betur með þjómálunum.

Geir var forsætisráðherra  en hvorki bankastjóri eða útrásarvíkingur. Það voru bankarnir sem kollsilgdu kerfinu okkar eftir að útrásarvíkinar komust þar til valda. Það var gert í því að blekkja alla eftilitsaðila og það tókst það vel að allir stóðust bankarnir álagspróf örfáum vikum fyrir hrun þótt ljóst sé nú að allt hafi verið farið til fjandans þá þegar.

Að líkja Geir við brennuvarg í þessu samhengi er í besta falli barnalegt og í versta falli heimskulegt. Nema náttúrulega að það sé pólitíkst. Í öllu falli kjánalegt.

Landfari, 7.9.2011 kl. 23:31

8 Smámynd: drilli

Landfari er húmoristi ! Kannski með svolítið kjánalegan húmor, en húmor samt. Og Geir sem forsætisráðherra,ráðherra Hagstofu Íslands og fyrrverandi fjármálaráðherra virðist hafa með hálflukt augun og eyrnatappa boðið eldspýtur og benzin, hann er þá hetja. Jamm.

eða ekki?

drilli, 8.9.2011 kl. 19:16

9 Smámynd: Landfari

drilli minn, ef þér líður betur með að þetta hafi bara allt verið Geir að kenna en hafi ekkert káfað upp á bankana þá skaltu bara endilega halda það áfram. Passaðu þig samt að vera ekki að ergja þig þó aðrir deili ekki þeirri skoðun með þér.

Reyndu svo bara að láta þér líða vel, heilsan er fyrir öllu.

Landfari, 8.9.2011 kl. 23:10

10 Smámynd: drilli

Takk fyrir góðar óskir í minn garð Hr. Landfari. Ekki er ég svo glámskyggn að telja nokkrar líkur á því að sá dagur  renni upp þegar allir verði sammála um hrunadansinn eða áhrifavalda í þeim hildarleik. En ef Landfari sér einhvers staðar hér að ofan að ég vilji kenna Haardaranum einum um ófarir þjóðarinnar, þá er í besta falli um misskilning að ræða, en í versta falli kominn tími á endurmenntun.

Lestrarkennsla er víða í boði sem Landfari gæti nýtt sér, það kannski dygði til að auka lesskilninginn, hver veit ?

Góða helgi

drilli, 9.9.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband