26.8.2011 | 18:21
Fyrst þarf að rýma sjávarútvegsráðherrastólinn...
...svo þarf að spúla, skrúbba og bóna. Því allt þarf að vera skínandi hreint áður en ráðherrastólnum verður skotið undir Guðmund Steingrímsson.
Já...maður. Pólitíkin lætur ekki að sér hæða.
Verður ekki klárað í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stólarnir í ráðuNEItunum stæðu margir betur tómir, en þá allavega í lappirnar.
Óskar Guðmundsson, 27.8.2011 kl. 00:02
Það er orðið óhugnanlegt hvað þetta lið gerir til að halda völdum og enginn af 4flokknum er undanskilinn
Sama hvað það kostar almenning
Tær viðbjóður
Magnús Ágústsson, 27.8.2011 kl. 03:05
Paranoian rosaleg, er þetta kannski eitthvað í vatninu þarna fyrir austan ?
drilli, 28.8.2011 kl. 21:18
Tíminn leiðir þetta ljós Grétar. Á ég að senda þér vatn að austan til að þú getir skolað úr nösunum svo þú finnir sjálfur skítalyktina af plottinu.
Benedikt V. Warén, 29.8.2011 kl. 23:09
ofmetnir rassálfar eins Guðmundur Steingrímsson (þó þeir séu komnir af póltíkusum langt aftur í ættir)munu aldrei skipta sköpum varðandi stjórnun landsins. Minna frekar á ódýrar rakettur sem frussa örskamma stund, springa svo ekki einu sinni heldur lognast útaf og falla til jarðar. En takk fyrir gott boð, nóg af hreinu vatni hér á stór-Kópavogssvæðinu þó fnykinn frá Austurvelli leggi oft yfir byggðina. Semsagt: mér finnst plottið sem þú imprar á vera helvíti langsótt.
Bestu kveðjur á BIEG.
drilli, 30.8.2011 kl. 00:29
Heyrðu nú Grétar. Þitt pólitíska minni er í styttra lagi og nær greinilega ekki út fyrir Kópavog.
Hefðir þú trúað því fyrir fimm árum ef einhver hefði gaukað því að þér að Ólafur F Magnússon yrði borgarstjóri í Reykjavík?
Hefðir þú jankðað því fyrir þremur árum, ef það hefði kvisast út að næsti borgarstjóri yrði alræmdi skemmtikrafturinn, Jón Gnarr?
Svona eru nú pólitísku vegirnir gjörsamlega óransakanlegir og liggja til allra átta, - upp og niður. Helstu hraðbrautir til frama í pólitík, eru eru oftar en ekki, örgustu forarvilpurnar í okkar augum.
Það er ekkert gefið í pólitík, trúðu því, - eða ekki.
Benedikt V. Warén, 30.8.2011 kl. 08:44
PS. Heldur þú að tveggja lítra sé nóg til að byrja með?
Benedikt V. Warén, 30.8.2011 kl. 08:53
Ólafur F. Magg sem borgarstjóri: hvenær var það plott þá búið til ? Meðan hann var í menntó? (hann var meira að segja leiðinlegur þá) eða í læknadeildinni? Og Jón Gnarr sem borgarstjóri: hvenær var það plott soðið saman? Meðan hann lék í "Næturvaktinni" ?
Pólitíkin er að sönnu ólíkindatól, ekki þarf neinn að efast um það, en að þessi borgarstjóraviðrini sem þú nefnir, hafi verið lokahnykkurinn á einhverju djúphugsuðu plotti ? Eða er plottinu ekki lokið ? Hvað er lokatakmarkið ? Þú verður að upplýsa það ef þess er nokkur kostur.
En veistu hvenær mönnum varð ljóst að Vaðlaheiðargöngin væru einungis lokahnykkurinn til að fá kínamanninn til að kaupa Grímsstaði? Hve langt aftur í tímann nær það?
(Samfylking-KLM-Ingibjörg Sólrún-Hjörleifur eiginmaður hennar-Huang Nubo-Kína-áhrif á Norður Atlantshafi)
Eða varstu ekki búinn að heyra af þessu ??? Notaðu þá amk. annan þessara tveggja lítra sem þú býðst til að senda, til að skola eyrun svo þú missir ekki af svoddan skúbbi í framtíðinni.
Blessi þig ævinlega :-)
GR
drilli, 30.8.2011 kl. 10:08
Heirðu manni (GR). Í færslu minni #7 var ég eingöngu að fjalla um ólýkindatólið pólitíkina, ekki plottið í kringum hana. Eina plottið í með Ó.F.M. var að ná snarlega völdum í Reykjavík. Dýpra var það nú ekki. Það sem Reykvíkingar fengu með J.G. er nákvæmlega það sem hin pótitísku farmboðin áttu skilið, eftir fíflaganginn með fjóra borgarstjóra á einu kjörtímabili sem var toppað með Ó.F.M. þá loksins fengu borgarbúar (full)nægju sína á gríninu og gengu alla leið og kusu grínara landsins sem borgarstjóra.
Þetta sýnir og sannar það, að það er ekkert gefið, þegar pólitíkin er annarsvegar.
Hvað varðar þátt KLM, þá er það miklu einfaldara allt í sniðum. Þetta er pólitík af gamlaskólanum þar sem þingmenn og ráðherrar kaupa sér atkvæði.
Hefur þú ekki heyrt þennan um þingmanninn sem sagði við aðstoðarmann sinn.
"Skrifaðu eitt stykki flugvöll"
Benedikt V. Warén, 31.8.2011 kl. 09:42
jú heyrt það, og eftir okkar daga þá verður það eflaust "skrifaðu eitt stykki jarðgöng"
drilli, 9.9.2011 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.