21.8.2011 | 20:50
Þegar Íslendingar stálu lýðræðisdegi Eista
Hin Norðurlöndin voru í mörg ár búin að taka við flóttamönnum og bjarga skipreka fólki frá Baltnesku löndunum og aðstoða á alla lund. Þetta varð að gerast með gætni, til þess að ögra ekki Birninum í austri. Grannarnir urðu að gæta að sér til þess að ekki syði upp úr af minnsta tilefni.
Hins vegar voru það Íslendingar, sem skautuðu fram úr á lokasprettinum og voru fyrstir að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, í lítilli þökk hinna Norðurlandanna, sem höfðu þó staðið að baki Eistlands, Lettlands og Litháen í mörg ár og aðstoðað á ýmsa lund, svo lítið bar á.
Hvað gerðu Íslendingar? Ekkert. Þegar búið var að setja endapunktinn á verkefnið og sjálfstæðið var í höfn, þá stökk utanríkisráðherrann fram; "Nú get ég"!
Hafa menn heyrt þennan áður í íslendingasögunum?
Hins vegar voru það Íslendingar, sem skautuðu fram úr á lokasprettinum og voru fyrstir að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, í lítilli þökk hinna Norðurlandanna, sem höfðu þó staðið að baki Eistlands, Lettlands og Litháen í mörg ár og aðstoðað á ýmsa lund, svo lítið bar á.
Hvað gerðu Íslendingar? Ekkert. Þegar búið var að setja endapunktinn á verkefnið og sjálfstæðið var í höfn, þá stökk utanríkisráðherrann fram; "Nú get ég"!
Hafa menn heyrt þennan áður í íslendingasögunum?
Íslendingadagur í Tallinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.