Tvennt vantar tilfinnanlega í tillögurnar....

....þegar búið er að samþykkja að jafna atkvæðisréttinn þegar kosið er til Alþingis skal jafnframt kosið í borgarstjórn, sem er höfuðborg allra landsmanna, með atkvæðum allra kosningabærra einstaklinga með jafnan kosningarétt og kjörgengi.

Sett skal í lög, að öllum fjámunum sem er aflað skal ráðstafa í því sveitarfélagi sem þeir verða til.  Öll skattheimta skal jafnframt fara um hendur sveitastjórnamanna og hvert sveitarfélag skal greiða til ríkis sömu upphæð á hvern einstakling, óháð stöðu og aldri.

Þegar þetta er komið í gegn, skulum við tala um jafnrétti, - fyrr ekki.


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er ekki viss um að þetta geti gengið eftir, þó ekki væri nema vegna þess að mörg sveitarfélög út á landi eru einfaldlega of fámenn til að geta staðið í stórframkvæmdum án hjálpar frá öðrum bæjarfélögum landsins. Við getum talað um jafnan atkvæðisrétt fyrir því, en það væri hægt að skerpa á lögum um að allir sem kosnir eru til Alþingis eigi að vinna jafnt fyrir landið allt og sjá til þess að allir njóti þeirra auðæfa sem landið okkar gefur. En ef allt er einkavætt er ekki von til þess að það gangi eftir, því þá er bara verið að hugsa um arðsemiskröfur til eigenda, skoðum HS-orku.

Sandy, 28.7.2011 kl. 07:39

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæl Sandy.

Það er einmitt eitt af markmiðinum með þessari tillögu.  Að sveitarfélög sjá sér hag í að sameinast til að gera sig gildandi.  Fram að þessu hafa stjórnvöld hvatt til sameiningar og jafnvel hótað að beita þvingunum.

Hvað varðar jöfunun atkvæðanna þarf ekki annað en að skoða hvernig stjórnlagaráðið er samsett með tilliti til landsbygðarinnar.  Það er módelið af því sem verður.  Stærsta sveitarfélagið sogar til sín nær alla fulltrúana.

Einkavæðingin er búin að "sanna sig" á íslandi.  Meira að segja Styrmir Gunnarsson er farinn að sjá að hún á ekki við á Íslandi.

Benedikt V. Warén, 28.7.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband