27.7.2011 | 13:50
Aðskilnaður löggjafa- og framkvæmdavalds.
Þetta ákvæði er til bóta til að aðskilja löggjafa- og framkvæmdavald og gera hlutina skilvirkari.
Annað mál sem hefur einnig verið fjallað um er vægi atkvæða. Með þeim breytingum einum að jafna vægi atkvæða, verður jafnframt krafan sú, að raðstafa tekjum sveitarfélaga þar sem þeirra er aflað. Verulega hallar á landsbyggðina í þeim efnum.
Á Austurlandi eru útflutningstekjur landsins um 22% tekna þjóðarbúsins. Einungis búa þar um 12000 manns, eða um 4% þjóðarinnar. Lítið brot af þessum tekjunum verða eftir í kjördæminu.
Krafan er því: Skipta þarf jafnt í öllu, ekki einungis því sem hentar sunnlendingum. Skattar og skyldur verði eftir krónutölureglu og allir borgi jafnt í sameiginlegan sjóð. Sveitarfélög innheimti alla skatta og greiði síðan í ríkissjóð eftir höfðatölureglu óháð stöðu einstaklings og aldri.
Annað mál sem hefur einnig verið fjallað um er vægi atkvæða. Með þeim breytingum einum að jafna vægi atkvæða, verður jafnframt krafan sú, að raðstafa tekjum sveitarfélaga þar sem þeirra er aflað. Verulega hallar á landsbyggðina í þeim efnum.
Á Austurlandi eru útflutningstekjur landsins um 22% tekna þjóðarbúsins. Einungis búa þar um 12000 manns, eða um 4% þjóðarinnar. Lítið brot af þessum tekjunum verða eftir í kjördæminu.
Krafan er því: Skipta þarf jafnt í öllu, ekki einungis því sem hentar sunnlendingum. Skattar og skyldur verði eftir krónutölureglu og allir borgi jafnt í sameiginlegan sjóð. Sveitarfélög innheimti alla skatta og greiði síðan í ríkissjóð eftir höfðatölureglu óháð stöðu einstaklings og aldri.
Ráðherrar víki af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Benni minn,
vildu ekki leggja höfuðið í bleyti aðeins. Þetta er auðvitað alveg hárrétt hjá þér. En sömu andrá hlýtur þá koma til skoðunar rukka fyrir afnot af Kárahnjúkavirkjun því hún er þó í eigu þjóðarinnar. Hún var bygg áður en álverið var sett í gang. Eða hvað. Á síðan að rukka austfirðinga fyrir allann skaðann sem landsmenn urðu fyrir vegna ruðningsáhrifa af þessum framkvæmdum. Einnig að borga upp í topp allar auðu íbúðirnar á austurlandi.
Auðvitað ekki, það er samt nauðsynlegt að jafna sem best tekjum og kostnaði.
Kær Kveðja
Kristbjörn Árnason, 27.7.2011 kl. 14:52
Sæll Kristbjörn.
Þú ert illa lesinn. Hvernig gat Kárahnjúkavirkjun sett allt á annan endann hér? Við hana unnu erlendir farandverkamenn að stórum hluta sem hurfu til sinna heima að verki loknu. Fjármunir voru til að hluta hjá Landsvirkjun og annað var tekið að láni hjá því fyrirtæki. Landsvirkjun borgar þjóðinni arð, þú þarft ekki að óttast annað. Þenslan var í Reykjavík á sama tíma, einkavæðing bankanna og byggingaframkvæmdir sem aldrei fyrr. Hvað eru margar íbúðir auðar í Reykjavík? Hverjir eru að borga góðærið sem fór hjá garði allra nema Reykvíkinga. Hugsaðu út í það.
Hvað eru margir í átthagafjötrum í Reykjavík og geta ekki selt eignir sínar og flutt austur. Fasteignamarkaðurinn er helfrosinn í Reykjavík vegna þess að það var lánað vinstri, hægri til verktaka og einstaklinga og þeir hvattir til að byggja.
VG hafa reynt að halda þessum aulamálflutningi á lofti, hver apar eftir öðrum án þess að geta rökstutt málið. Ruðningsáhrifin voru hverfandi af framkvæmdinni og nú er virkjunin farin að mala gull og eftir 25 ár eða svo eigum við hana skuldlausa og þá hrynja demantarnir út úr hverjum tengli.
Benedikt V. Warén, 27.7.2011 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.