26.7.2011 | 15:20
Tvær flugur í einu höggi, - úr Schengen!
1. Við að slíta Schengen samstarfinu, - lokum við landamærum okkar.
2. Við að slíta Schengen samstarfinu, - spörum við stórfé.
Engar stórtækar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við græðum á því að hætta Schengen samstarfinu.
Íslendingar hafa farseðil, vegabréf og veskið tilbúið þegar þeir fara úr landi.
Þá þurfa allir Íslendingar að hafa vegabréfið og veskið til staðar þegar þeir koma til landsins.
Þá þurfa auðvitað allir Íslendingar að gera grein fyrir gjaldeyrinum sem þeir koma með til landsins.
Þá verður auðvitað meira eftirlit með Íslendingum en öðrum.
Gott mál.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 15:37
Frábært, hættum strags í Schengen samstarfinu. Verum Sjálfstæðir...
Vilhjálmur Stefánsson, 26.7.2011 kl. 15:48
Sælir.
Hvers vegna ekki að taka breta sér til fyrirmyndar. Þeir eru utan Schengen, sjá engan hag í því að hanga þar með, eru þó "landfastir" með göngum til Frakklands.
Það voru tveir sem ákváðu að ganga í sambandið. Þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu samstarfið, báðir með ESB glýju og vildu mykja bandalagið fyrir frekara samstarf. Þeir voru eins og óharðnaðir blankir menntaskólagæjar að færa elskunum sínum fyrst blómvöndinn og borga fyrir með gúmmítékka í þeirri von að geta reddað heftinu síðar.
Benedikt V. Warén, 26.7.2011 kl. 16:40
Jú, ganga úr Schengen og láta Íslendinga vera í sérstakri röð svo hægt sé að tékka veskin.
Ekkert að því.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 16:43
Spurt var á vef Útvarps Sögu 25.-26. þessa mánaðar:
"Eiga Íslendingar að segja sig úr Schengen?"
568 svöruðu, þar af sögðu 92,2% já, en 7,8% nei.*
Sannarlega þarf Ögmundur Jónasson að hlusta á þjóðina!
* http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_pollxt&task=init&pollid=253
Jón Valur Jensson, 27.7.2011 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.