26.7.2011 | 15:12
Af hverju ekki að fara ódýru leiðina???
Það er marg búið að benda á auðvelda lausn. Breyta vinnubúðun Bectel á Reyðarfirði í fangabúðir með lágmarksgæslu. Þessi aðstaða dugði fyrir fólk sem ekkert hafði brotið af sér með allri aðstöðu sem lítið samfélag þarf á að halda og það dugar brotamönnum einnig og ekki síður.
Einstaklingar eru nú úti í samfélaginu vegna plássleysis, eftir uppkvaðningu dóma og bíða þess að hefja afplánun. Þessum dæmdu einstaklingum er treystandi að vera núna úti meðal venjulegs fólks á meðan beðið er eftir plássi í afplánun.
Hvað breytist við það að hefja afplánun?
Hvers vegna þarf rammgert fangelsi fyrir þá sem núna er treyst til að vera úti meðal saklausra?
Vikapilturinn, Páll Winkel, er á móti þessari ódýru lausn, sem auk þess að vera ódýrasta lausnin, þá er hún jafnframt sú lausn sem tekur skemmstan tíma að hrinda í framkvæmd. Veit drengurinn ekki, að biðlistar eru langir í afplánun og ríkissjóður er tómur?
Hvernig væri svo, að Kristján Júlíusson færi að vinna að þessu verkefni fyrir kjördæmið sitt.
![]() |
„Ríkisstjórnin búin að koma sér í fangelsi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það segir sig sjálft að ekki er hægt að bjóða föngum upp á svona auma aðstöðu. Það vantar pool-borð, gufu og líkamsrækt. Svo eru rúmin ekki amerísk. Og svo er langt í bæinn í Helgarfríum.
Þótt einhverjar vinnubúðir séu fullgóðar fyrir einhverja iðnaðarmenn og verkamenn, dugir það ekki fyrir fanga. Augljóslega.
Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 15:39
Sæll Gunnlaugur.
Veit ekki nákvæmlega hvað er innandyra í búðunum, en þar er fínn íþróttasalur, einn með öllu. Afþreyingaaðstaða er þar og nægt pláss er fyrir pool-borð og fleira.

King-size rúm eru ekki til staðar, það er ljóst, en hins vegar eru búðirnar steinsnar frá aðþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum og margar ferðir flognar á dag til að sinna heimfaraleyfum fanga.
Ekki búa allir afbrotamenn í Reykjavík, - er það? Ef svo er; er þá ekki réttast að girða borgina bara af?
Benedikt V. Warén, 26.7.2011 kl. 16:16
Það vill svo til að ég þekki til hönnunar vinnubúðanna á Reyðarfirði. Þar er öll aðstaða fyrir hendi til að fólk geti búið þar um lengri eða skemmri tíma, sama hvort um er að ræða nauðungarvistun eða einfalda gistingu. Til að breyta því þannig að hægt sé að loka fólk þar inni þyrfti varla nema reisa girðingu og setja gaddavír ofaná og hitanæmar myndavélar á öllum hornum til að hafa eftirlit. Þetta er á fallegum stað, nokkurn spöl afvikið frá byggðarkjarnanum á Reyðarfirði, svo vistin yrði sjálfsagt bara mannúðleg ef því er að skipta, en auðvitað á fangelsi ekki að væra þægilegt, og þarna þyrftu menn til dæmis að hírast í námunda við reykspúandi álver, en hvað um það.
Slík lausn getur hinsvegar aldrei þjónað nema allra lægsta stigi öryggisvistunar, t.d. hvítflibbaglæpamenn. Við munum samt alltaf þurfa Litla-Hraun undir þá hættulegu.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2011 kl. 20:08
Sammála í flestu Guðmundur.
Það er ekki verið að leysa málið endanlega með þessari lausn, einungis til bráðabyrgða í nokkur ár á meðan landinn er að komast út úr skuldavandanum.
Ég veit hins vegar ekki hvað þú ert að fara með eftirfarandi: "og þarna þyrftu menn til dæmis að hírast í námunda við reykspúandi álver"!?!?
Hef verið á ferð við álverið á láði, lofti og legi án þess að verða var við þann ófögnuð sem þú nefnir. Einasta sem sést er hitauppstreymi úr strompnum, loftið iðar talsvert þar en engin sjáanleg mengun eins og t.d. frá fiskimjölsverksmiðjunum í næstu fjörðum.
Benedikt V. Warén, 26.7.2011 kl. 21:07
Í logni má oft sjá reykský hanga útyfir Reyðarfirðinum. Ég er ekki að meina að þetta sé einhver stóreflis mengun, það eina sem ég átti við er að þetta er hvorki betra né verra umhverfi en er heppilegt fyrir fangelsi. Í nágrenni álvera mælist gjarnan flúormengun, en í hóflegu magni (innan eitrunarmarka) hefur flúor þau áhrif að draga úr hvatvísi og sefa fólk, svo það ætti að bara að virka fínt fyrir fangana, ef það hefur þá nokkur áhrif á annað borð.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.