Það er vitlaust gefið.

Núverandi skattkerfi er með innbyggt  landsbyggðarfjandsamlega stefnu.  Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða. 

Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun  og Jöfnunarsjóður verða í framhaldi óþarfar einnig má spara stórfé í nefndarstörfum og sértækar björgunaraðgerðir við landsbyggðina heyra þar með sögunni til.  Þær nefndir, stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda, eru og verða ávallt mislukkaðar, eins og ótal dæmi sanna.

Virðisaukaskatturinn er þar alverstur vegna þess að hann leggst á síðasta stigið í skattkerfinu.  Sem dæmi get ég nefnt  að það er skattur á orku sem maður kaupir og siðan er VSK af skattinum.  Þetta geta menn séð á orkureikningum sínum, a.m.k.  þeir sem búa á landsbyggðinni.  Er hægt að toppa vitleysuna, að setja  virðisaukaskatt á skattinn. 

Virðisaukaskattur er lagður á þann virðisauka sem til verður við umsýslu á vöru og álagningu söluaðila.  Seint verður hægt að rökstyðja það að skattur geti aukið verðmæti vörunnar þannig að réttlætanlegt sé að leggja á
skattinn virðisaukaskatt. 

Til þess að gæta jafnréttis milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 

mbl.is 200,9 milljarðar í skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

ég man ekki betur en það hefur verið gert í því að flytja vinnu frá reykjavík og út á land, sem er fáránlegt

þegar horft er á atvinnuleysið í höfuðborginni. ég held borgin myndi skila mestu í tekjur ef það yrði gert

átak í því að skapa næga atvinnu á höfuðborgarsvæðinu

GunniS, 25.7.2011 kl. 11:55

2 Smámynd: GunniS

en mér finnst áhugavert að þeim sem greiða skatt hefur fækkað ansi vel, eða um 6700 - er þetta fólkið sem er flutt úr landi ?

GunniS, 25.7.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband