25.7.2011 | 09:15
Á skynsemin að ráða, eða vantraust embættismanna á landsbyggðinni?
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar hefur risið upp á afturlappirnar með úfinn makka af ergelsi, vegna þeirra hugmynda að nýta vinnubúðir við Reyðarfjörð sem fangelsi með lágmarksgæslu. Það er svo sem ekkert nýtt að embættismenn séu á móti færslu verkefna frá Reykjavík. Þetta er plága, sem ekki er óþekkt annarsstaðar í dýraríkinu. Þeir æðstu verja bú sín með þeim meðulum sem talin eru duga.
Það væri hins vegar rétt að umræddur embættismaður svaraði því , hvers vegna landsbyggðamönnum er ekki treyst að gæta fanga. Fanga sem nú eru úti í samfélaginu eftir uppkvaðningu dóma og bíða þess að hefja afplánun. Þessu dæmda fólki er treystandi að vera úti meðal fólks fyrir afplánun, hvað breytist við það að hefja afplánun? Hvers vegna þarf rammgert fangelsi til að sinna þessu verkefni? Eru einhverjar aðrar ástæður fyrir þessu andófi forstjóra Fangelsismálastofnunar?
Við núverandi ástand í þjóðfélaginu, er mörg fyrirvinnan sigld utan til vinnu, og þá eru samskiptin við ættingjana ekki mikil utan síma og Facebook. Hvers vegna eiga fangar að hafa ríkari réttinsi á samskiptum við ástvini en þetta fólk? Hvað með ótal sjómenn fjarri heimabyggð svo vikum skiptir, vinnandi menn sem þó hafa ekkert til saka unnið?
Umhyggja forstjóra Fangelsismálastofnunar gagnvart föngum er aðdáunarverð. Skynsemin verður þó að komast að af og til. Samvistum fanga við fjölskyldur sínar og vini má leysa á annan hátt. Flognar eru 4-5 ferðir daglega til Egilsstaða, sem er steinsnar frá vinnubúðunum á Reyðarfirði. Ef þessir fangar geta gengið lausir nú, ætti einnig vera hægt að veita þeim meira fresli til ferða á meðan þeir eru að taka út sína refsingu.
Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Koma upp gæslubúðum fyrir fanga á ódýran og skjótan hátt og uppfylla jafmframt manngæsku forstjóra Fangelsismálastofnunar um samvistir fanga við ástvini.
Það væri hins vegar rétt að umræddur embættismaður svaraði því , hvers vegna landsbyggðamönnum er ekki treyst að gæta fanga. Fanga sem nú eru úti í samfélaginu eftir uppkvaðningu dóma og bíða þess að hefja afplánun. Þessu dæmda fólki er treystandi að vera úti meðal fólks fyrir afplánun, hvað breytist við það að hefja afplánun? Hvers vegna þarf rammgert fangelsi til að sinna þessu verkefni? Eru einhverjar aðrar ástæður fyrir þessu andófi forstjóra Fangelsismálastofnunar?
Við núverandi ástand í þjóðfélaginu, er mörg fyrirvinnan sigld utan til vinnu, og þá eru samskiptin við ættingjana ekki mikil utan síma og Facebook. Hvers vegna eiga fangar að hafa ríkari réttinsi á samskiptum við ástvini en þetta fólk? Hvað með ótal sjómenn fjarri heimabyggð svo vikum skiptir, vinnandi menn sem þó hafa ekkert til saka unnið?
Umhyggja forstjóra Fangelsismálastofnunar gagnvart föngum er aðdáunarverð. Skynsemin verður þó að komast að af og til. Samvistum fanga við fjölskyldur sínar og vini má leysa á annan hátt. Flognar eru 4-5 ferðir daglega til Egilsstaða, sem er steinsnar frá vinnubúðunum á Reyðarfirði. Ef þessir fangar geta gengið lausir nú, ætti einnig vera hægt að veita þeim meira fresli til ferða á meðan þeir eru að taka út sína refsingu.
Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Koma upp gæslubúðum fyrir fanga á ódýran og skjótan hátt og uppfylla jafmframt manngæsku forstjóra Fangelsismálastofnunar um samvistir fanga við ástvini.
Óeining ráðherra um fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.