Heildaruppstokkun skattkerfisins!

Innbyggt er í núverandi skattkerfi landsbyggðarfjandsamleg stefna.  Þetta hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Virðisaukaskatturinn er þar alverstur vegna þess að hann leggst á síðasta stigið í skattkerfinu.

Sem dæmi get ég nefnt  þegar ég um daginn var að lesa orkureikninga mína og rak þá upp stór augu.  Það var skattur á orkunni hjá Orkusölunni og annar reikningur frá RARIK með skatti á flutningi.  Það sem stakk hins vegar í augun var virðisaukaskattur á skattinum.  Segi og skrifa það var virðisaukaskattur á skattinum. 

Virðisaukaskattur er lagður á þann virðisauka sem til verður við umsýslu á vöru og álagningu söluaðila.  Seint verður hægt að rökstyðja það að skattur geti aukið verðmæti vörunnar þannig að réttlætanlegt sé að leggja á skattinn virðisaukaskatt.

Þessi aðferð er dæmi um aukaskattbyrgði þeirra sem enn vilja halda tryggð við heimahagana, byggja sér ból, eiga heima þar sem þeim líður vel. 

Þessu verður að breyta þannig, að fjármunirnir stoppi á þeim stöðum sem þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun  og Jöfnunarsjóður verða í framhaldi óþarfar stofnanir og aðrar sértækar björgunaraðgerðir óþarfar.  Þessar stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda, eru og verða ávallt mislukkaðar aðgerðir, eins og ótal dæmi sanna.

Til þess að þetta getur orðið, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan  greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu á hvern einstakling. 

Sá sjóður er ríkissjóðurinn og sér hann m.a. um að reka Alþingi með 15 alþingismönnum, sem sjá um lagasetningu.  Þeirra verkefni verður að setja lög og fylgjast með að þeim lögum sé framfylgt.  Ekkert annað.  Allri hagsmunagæslu verði stungið undir stól og hagsmuna- og kjördæmapot verði ekki liðið.  Ríkisstjórnin sér um að allt fari fram með ró og spekt.  Þing og þjóð vinni saman eins og smurð vél.   Ágreinigsmálum sveitarstjórna verði vísað til hennar og hún látin úrskurða, sé dómstólaleiðin ekki fær.

KERFIÐ, eins og það er, hefur ekki virkað í mörg ár.  Það þarf að koma framkvæmdavaldinu til fólksins, en ekki láta það í hendur fárra eins og nú er.  Óbreytt ástand er bara  ávísun á áframhaldandi spillingu.  Spillingu, sem hefur verið landlæg hér í áraraðir og afleiðingarnar æpa á mann hvert sem litið er.
mbl.is Vilja breyta skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem AGS leggur til snýst ekkert um þetta, heldur að hækka skatta á nauðsynjavörur og lækka skatta á ónauðsynjar.

Það mun örugglega bjarga okkur hratt og vel út úr kreppunni, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur.

Það er rétt sem þú bendir á, en ég var að nota tækifærið til að benda á að heildaruppstokkunar væri þörf.  Samt er ég að fjalla um sambærilega hluti, virðisaukaskattinn, sem sannanlega eru á nauðsynjavöru og leggst síðast á vöruverðið og kemur þar af leiðandi þyngst niður á landsbyggðarfólki.  Því lengra frá Reykjavík því meiri VSK á vöru, ekki í prósentvís heldur krónutölu. 

Þeir eru einnig að leggja til aukinn skatt á ferðalög, þá væntanlega innanlands einnig.  Það bitnar þyngra á landsbyggðarmenn en Reykvíkinga.  Sem dæmi get ég nefnt að oft er hægt að fá millilandaflug frá Keflavík til Kaupmannahafnar á lægra verði en það sem þarf að punga út fyrir flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.

Þetta útspil AGS hækkar sjóðinn ekki á vinsældarskalanum hjá mér og var hann ekki hátt skrifaður þar fyrir.

Benedikt V. Warén, 16.6.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er gamall skítur í nýrri bleiu.

Þetta er kallað beinn neysluskattur, þ.e.a.s. því "flottara" sem þú verslar og utan "nauðsynja" (vonandi verður Nágrímur ekki í þeirri nefnd sem velur hvað séu og séu ekki naussynjar) kemur fram í hærri skatti.

Oftast er þetta sett fram í lýðræðisríkjum á sama tíma og skattur á laun er lækkaður en það gerist varla hér þar sem að við eru ekki lýðræðisríki.

Óskar Guðmundsson, 16.6.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband