Jafnt vægi atkvæða og tekjum og sköttum varið þar sem þeirra er aflað.

Með þeim breytingum einum að jafna vægi atkvæða, verður jafnframt rétt í hendur þeirra sem syðra búa að ákveða hvar tekjum þjóðarinnar verður varið.  Á Austurlandi eru útflutningstekjur landsins um 22% tekna landsins.  Einungis búa þar einungis um 12000 manns, eða um 4% þjóðarinnar.  Lítið brot af tekjunum verða eftir í kjördæminu.

Krafan er því: Skipta þarf jafnt í öllu, ekki einungis því sem hentar sunnlendingum.  Skattar og skyldur verði eftir krónutölureglu og allir borgi jafnt í sameiginlegan sjóð.  Sveitarfélög innheimti alla skatta og greiði síðan í ríkissjóð eftir höfðatölureglu.
mbl.is Jafnt vægi atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma því að 80% allra skatta sem koma af bifreiðum landsmanna kemur frá höfuðborgarsvæðinu, samt eru vegasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjársvelti á meðan hvert landsbyggðarkjördæmið á fætur öðru fær miljarðagöng að því er virðist með einum fingursmelli. Svo má heldur ekki gleyma að Reykjavíkurborg leggur á hverju ári 2 miljarða í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en fær ekki krónu út úr því. Vil líka minna á að Reykjavík er stærsti útgerðarbær á landinu og skaffar þar að leiðandi vel til þjóðfélagsins.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 14:22

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Útgerðirnar í Reykjarvík eru ekkert mikið stærri en þær sem eru út á landi, ertu þá að seigja(Helgi) Reykvíkingar geti ekki staði landsbyggðinni að sporði? Það er ekki bara eitt lítið bygðafélag útá landi. Útflutningur þessara bygðalaga(td) er langt um meiri á íbúa en á suðvesturhorninu og það sama á um VSK.

Notar þú ekki vegina útá landi? Held að þetta svari sér sjálft

Brynjar Þór Guðmundsson, 9.6.2011 kl. 20:17

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Helgi.

1. Athugaðu að það er fullt af götum innanbæjar í Reykjavík sem eru byggðar fyrir fé úr vegasjóði.   Einnig allir vegir út frá Rekjavík, bæði austur fyrir fjall, til Keflavíkur og norður í land.  Þessir vegir eru ekki eingöngu fyrir landsbyggðina, sumarbústaðaeigendur og farþegar utan nota þá einnig, - flestir þeirra búa í Reykjavík.

2. Það er ekkert lögmál, að þó vegur sé ekki innan borgarmarka Reykjavíkur, þá komi hann borgarbúum ekkert við.  Ég, persónulega, nota t.d. Keflavíkurveginn nánast ekki neitt, frekar en veginn norður í land eða til Hveragerðis.  Ég er samt þáttakandi í að byggja og reka slíka vegi og sé ekkert eftir því. 

3. Athugaðu að nær alla aðdrætti út á landsbyggðina þarf að fá úr Reykjavík eftir vegakerfinu.  Þar leggst eldsneytirverð ofan á vöruverð og virðisaukaskattur síðast ofan á allt.  Þar af leiðandi er landsbyggðin að greiða hæsta virðisaukaskattinn og þeir mest sem lengst búa frá Reykjavík.

4. Ef tillaga mín nær fram að ganga, þarf engan Jöfnunarsjóð.

5. Þó Reykjavík greiði ef til vill eitthvað í jöfnunarsjóð, eru það bara smámunir miðað við það sem rennur af landsbyggðinni inn í rekstur fyrirtækja í Reykjavík.

6. Benti á það í færslu minni, að austfirðingar, sem eru um 4% þjóðarinnar, leggja þjóðarbúinu til um 22% af erlendum tekjum samfélagsins.  Veit ekki hvað Reykjavík leggur til.  Hugsanlega er að 80% þjóðarinnar, íbúarnir í Reykjavík, séu að leggja til um 4%. 

Benedikt V. Warén, 9.6.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband