Eftirmáli um flug F8 + GM

Heinkel HE111H5, sem bar einkennisstafina F8+GM, var gerð út frá Gardermoen í Noregi af Luftwaffe, flugdeild nasista.  Flugvöllurinn er norðan við Osló og 1998 var hann gerður að aðalflugvelli Noregs, eftir gagngerar endurbætur.  Áður þjónaði Fornebu því hlutverki.

Lítið er ennþá vitað um ástæðu leiðangurs F8+GM, þar sem öll gögn Luftwaffe Kampfstaffel 4./II./KG 40, hafa farið forgöngum.  Trúlega hefur þeim verið eytt er ljóst var hvert stefndi með lok stríðsins.  Þá tóku menn sig til og eyddu eins og mörgum leynilegum skjölum og kostur var.  Leiddar  hafa verið líkur að því, að um könnunarflug hafi verið að ræða, ekki árásarferð á hernaðarleg mannvirki á Austurlandi.  

Þennan sama dag sigldi Bismark, flaggskip Hitlers, og Prinz Eguen úr höfn Kors Fjord nærri Bergen og Bismarck fór í sína einu ferð út á Atlandshafið.  Það má því álykta að ferð F8+GM hafi fyrst og fremst verið farin í þeim tilgangi að kanna ferðir óvina þriðja ríkisins á hafinu milli Noregs og Íslands, einkum og sér í lagi hvort floti óvinanna hafi legið leyni á Reyðarfirði, tilbúinn til að ráðast á Bismark.  Þetta eru hins vegar eingöngu getgátur, sem ekki styðjast við skrifleg gögn, en samt hreint ekki ólýkleg skýring.

Haustið 1957 voru lík áhafnarinnar grafin upp og flutt sjóleiðis til Reykjavíkur.  Í Fossvogskirkjugarði var búið að úthluta þýska sendráðinu stað undir grafreit.  Þar fékk áhöfnin á F8+GM hinstu hvílu ásamt þeim löndum sínum er fórust við skyldustörf fyrir land sitt og þjóð.

Lítið er eftir af flaki flugvélarinnar en það er ósk okkar að þeir sem hafa undir höndum muni frá þessu slysi að þeir afhendi þá Stríðárasafninu á Reyðarfirði.  Sérstaklega eru skrifleg gögn vel þegin, s.s. leiðarbók flugvélarinnar/flugstjórans, handbækur og önnur gögna sem kunna að hafa varðveist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband