Er það áhættunar virði að lifa?

Það er orðið ögn sérstætt að lifa í þessum heimi.  Hingað til hefur hver og einn verið sinnar gæfu smiður.  En nú er öldin önnur.  Endalaust spretta upp hópar, sem hafa það að atvinnu að bera þessar byrgðar fólks, - gegn vægu gjaldi.  Hópar þessir eru á ríkiframfæri og stækka með ógnarhraða. 

Það má ekki fljúga einkavélum, nema fylla út bílfarma af pappír, sem raða á í hillur skrifstofufólksins, sem er að fórna sér fyrir einkaflugmenn.  Auðvitað er það í nafni flugöryggis.  Ef fyllt er rétt út í öll form á A4 pappírnum, geta menn áhyggjulaust flogið um allt.  Þvílíkur lúxus.  Verst að það kostar álíka mikið og sú upphæð sem maður hefur fram að þessu leyft sér í þann munað að stunda einkaflug. 

Auðvitað er flugöryggið framar öllu og þegar búið er að fylla út alla pappíra, borga fyrir skýrteini og endurnýjun, fá árlegt læknisvottorð, ársskoða flugvélina og borga bæði fyrir skoðun og endurnýjun, er dæmið orðið það dýrt að maður fer hvergi.  Getur öryggið orðið meira í flugi.  Ekkert flug = ekkert slys.  Þetta sér náttúrulega hver heilvita maður að þetta gengur alveg upp.  Tilgangurinn helgar meðalið og fyrirhyggjan alsráðandi.

Nú er hinni árlegu eldgosahátið að ljúka.  Það er aldeilis sjónarspil í flugheiminum.  Sérfræðingastóð í London matar upplýsingar inn í tölvur og niðurstaðan er að það má ekki fljúga á Íslandi, - þó himinn sé heiður og tær.  Til grundvallar notar sérfræðingastóðið í London mjög ýkt dæmi, þegar Boeing 747 frá British Airways flaug í kolsvarta myrkri inn í gosmökk með þeim afleiðingum að það drapst á öllum hreyflum hennar.  Flugstjóranum tókst að koma mótorum í gang og lenda heilu og höldnu.

Flugstjórinn, Eric Moody var heiðursgestur á rástefnu á Íslandi, sem haldin var sl. haust og flutti þar erindi.  Þar kom fram að hann taldi að flugmálayfirvöld hefðu gengið allt of langt í að stöðva flug, þegar Eyjafjallajökull gaus.  En auðvitað er vita vonlaust að fara eftir þeim leiðbeiningum fagmanns, þegar tölvukerfið í London er með annan vínkil á sama atburð.   Það er ekki hægt, sí sona, að slá striki yfir mikla pappírsvinnu “sérfræðinga” á jöðu niðri.  Það væri hreinn dónaskapur.  Auðvita þurfa flugfarþegar einnig að fá að finna fyrir því, svo um munar, hvað þetta sérfræðingastóð hefur lagt á sig til að ýtrasta flugöryggis sé gætt.

Ómar Ragnarsson hefur gagnrýnt þessar takmarkanir hér innanlands.  Maður sem er með um 7000 flugtíma reynslu og er mjög glöggur á umhverfi og veðurfar.  Auk þess hefur hann verið að fljúga með mælitæki til að kanna magn gosefna í andrúmsloftinu.  En hann hefur ekki roð í skrifstofumann, sem hefur jafnvel meira en 7000 tíma reynslu fyrir framan tölvuna sína, við að finna út hvernig bjarga má fjölda manns frá því að fara sér að voða í flugheiminum.

Er furða þó maður velti fyrir sér.  Er það áhættunnar virði að lifa á þessum síðustu og verstu tímum?  Jú, - auðvita er það þess virði.  Sérfræðingarnir sjá um að ekkert hendi okkur, - gegn vægu gjaldi.
mbl.is Norðmenn öskureiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband