14.5.2011 | 10:45
Útvaldir njóta, almenningur borgar brúsann
Nokkrir útvaldir fengu bankana á slikk. Ábyrgð þeirra var slík að borga þurfti ofurlaun til að ofurbankamenn gætu sofið rótt um nótt. Þyrftu ekki að hafa fjárhagsáhyggjur og gætu beitt sér að fullum þunga fyrir almenning í landinu, án þess að vera þjakaðir af eigin fjáhagsáhyggjum. Ábyrgðin í raun? Engin! Þessir útvöldu fengu að njóta, almenningur borgaði brúsann.
Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar komu þjóðinni á kaldan klaka. Fengu góð laun við það og nægan tíma. Ábyrgðin? Engin! (Geir??) Hverjir hirtu laun fyrir afglöp í starfi? Hverjir eru látnir borga brúsann?
Nokkrum útvöldum var boðið í forsýningu Hörpu, almenningur fékk ekki að njóta, hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Atburðurinn var mikill, hvort sem menn eru með eða á móti verkefninu. Harpan er byggð með almannafé og RÚV er á framfæri almennings. Útvaldir njóta, almenningur borgar brúsann.
Af hverju er þetta ekki öfugt? Af hverju borga þeir ekki ríflega fyrir sig sem eru í góðum álnum. Væri ekki rétt að boðið væri í miða á forsýningu og vigsluna? Væri atburðurinn eftirsóknarverður, ættu fjármunirnir að flæða í kassann. Ekki mun af veita.
Er menningarelítan ef til vill einungis elíta vegna þess að hún þrífst á snýkjum? Almenningi er síðan gert að borga brúsann.
Eða.....er þetta eini....einungis eini möguleikinn á að fylla húsið? Þarf að bjóða fólki í húsið til að nýta það að fullu? Það er sárt, en gerir eftil vill ekki svo mikið til. Almenningi verður í lokin hvort eð er, - gert að borga brúsann.
Lifnar yfir Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er eiginlega menningarelíta? Geturðu útskýrt það? Hverjir eru þessi elíta? Sinfóníuhljómsveitin? Tónlistarmenn? Myndlistarmenn? Aðrir listamenn?
Þú segir að almenningur hafi ekki fengið að njóta forsýningu Hörpunnar, ekki einu sinni í útvarpinu. Þú hefur greinilega ekki verið að fylgjast nægilega mikið með því henni VAR útvarpað. Í gær var opnunarhátíðinni sjónvarpað og um hvítasunnuna verður sýnt frá tónleikunum um síðustu helgi.
Það hafa allir sínar skoðanir á húsinu sjálfu og miklum kostnaði þess en þessir fordómar og dónaskapur í garð listamanna þjóðarinnar eru þér ekki til framdráttar! Það mætti halda að listamenn séu ekki partur af almenningi heldur bara einhver ósnertanleg elíta sem taki ekki þátt í að borga þetta. Því miður, það er ekki þannig!
Skúli (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 12:38
Sæll Skúli.
Þú skautar létt yfir það sem ég fjalla um. Hvergi minnist ég á listamennina. Ég var að fjalla um fólkið sem fékk boðsmiða á "forspilið" í húsinu, og vel að merkja ég var einnig að fjalla um þann atburð sem ekki var sýdur í sjónvarpi. Það var þegar húsið var tekið í notkun fyrsta kvöldið, ekki vigsluna. Hver fylgist ekki með?
Þú fjallar sjálfur um elítuna. Listamenn af öllum toga geta vel rúmast þar inni. Sér í lagi þeir sem líta mjög stórt á sig og halda að þeir séu yfir alla hafnir, án þess að nokkur innistæða sé fyrir þeirri trú viðkomandi. Ég er að fjalla um þann "pakka". Ef til vill hef ég ekki komið því nægjanlega vel til skila. Menningasnobbarar hefði hugsanlega verið réttra.
Ég er fráleitt að gera lítið úr listafólki. Það er umgjörðin sem er gagnrýniverð og húsið, - maður minn. Hefði það ekki mátt hæfa verkefninu betur og vera hófstilltara? Það er a.m.k. mín skoðun.
Benedikt V. Warén, 14.5.2011 kl. 13:12
Ok afsakið þetta með listamennina, ég hef líklega misskilið það. En mér finnst samt frekar leiðinlegt þegar það er verið að setja alla listamenn undir sama hatt sem einhverjar snobbhænur og elíta þegar fjölmargir eru að leggja mikið til samfélagsins eins og mér finnst að Sinfónían sé að gera. Að sjálfsögðu líta sumir listamenn stórt á sig en það á við um marga aðra líka. Þessi umræða einkennist af því að fólki finnist listamenn eins og tónlistarmenn ekki vera að vinna hefðbundna vinnu heldur að þetta sé meira hobbý. Það er bara einfaldlega ekki rétt. Og mér sjálfum finnst það líka mjög asnalegt að ekki hafi verið sýnt í sjónvarpinu þegar húsið var tekið í notkun, en það verður bara á hvítasunnunni í staðinn.
Ég er líka sammála þessu með að umgjörðin í kringum tónleikana sé gagnrýnisverð og húsið er gríðarlega dýrt, sérstaklega um þessar mundir. En ég er samt ánægður með að það hafi verið farið í að klára þetta hús svo það sé hægt að gera tónlistarlíf landsins aðgegnilegra almenningi, þetta á nú að vera hús hans!
Skúli (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.