Næsta ástand er fjármálakreppa hússins.

Þetta hús er íburðameira en samskonar hús sem Kaupmannahafnarbúar fengu gefins.  Þar eru menn í vandræðum að reka það hús, sem var skuldlaust í upphafi vertíðar.  Hvernig verður það hér?  Hætt við að skuldaklafinn verði draugur framtíðarinnar í buddum landsmanna. 

Merkilegast var þó, að landsmenn, sem borga sukkið hvort sem þeim líkar það betur eða verr, fengu ekki að vera aðnjótandi dagskrár fyrsta dagsins í húsinu.  Það voru tímamót, hvernis sem á það er litið og hreinn dónaskapur við íbúa þessa lands að fá ekki að vera þáttakendur í því. 

Að bera fyrir sig tæknilegum ástæðum eru hreinræktað bull, vegna þess að hljómburður í útvarpstækjum almúgans getur aldrei hljómað jafn vel og góður tónlistasalur.  Því er allur slíkur samanburður og afsakanir um að fyrst þurfi að fínstilla salinn áður, - gjörsamlega út í hött.
mbl.is Hættuástandi aflýst í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband