12.5.2011 | 21:11
Flakið er af Heinkel HE111 H5...
....sem liggur á Valahjalla undir Krossanesfjöllum. Með flugvélinni fórust fjórir ungir menn. Vélin var að koma frá Noregi í njósnaleiðangur. Um borð voru tvær öflugar sprengjur. Við slysið sprakk önnur þeirra, svo bergmálaði í fjöllunum yst í Reyðarfirði.
Flugvélin var árgerð 1941 og var því einungis nokkurra mánaða gömul þegar hún fórst. Kom af færibandinu í lok janúar og var númer 3900. Fjöldi þeirra véla sem var framleidd er eitthvað á reiki, en rúmlega 7300 vélar voru framleiddar á árunum 1936 - 1944, en fyrsta flugið var reyndar tíu manna farþegaflugvél sem hönnuð var fyrir Lufthansa.
Í stríðinu var þessari flugvél breytt, þannig að hún nýttist sem sprengivél. Farþegavélin var með tvo 880Hp BMW mótora. Það þótti ekki henta fyrir hertól og voru settir stærri mótorar í nýrri módel og margar voru með Jumo 1350Hp. Í lok striðs voru mórorarnir komnir í 1700 Hp.
Mörgum munum var bjargað úr flakinu, m.a. logbókinni. Fróðlegt væri að vita hvort einhver veit hvar hún er niðurkomin. Eins væri akkur í því að fá hluti úr flakinu til varveislu á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.