Þegar 400 metrar er langt innanhúss.

Fyrir nokkrum árum var í fréttum lífsreynslusaga ungra foreldra sem þurftu að flytja fárveikt barn sitt af barnadeild yfir á bráðadeild, um 400 metra leið. 

Það þótti fréttnæmt að þurfa að fara alla þessa leið með sjúkling.

Þeir sem eru að fjasa um að leiðin um Reykjanesbrautina skipti ekki sköpum í sjúkraflutningi af landsbyggðinni, ættu að hugleiða þá frétt.


mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jú þeir vita það, en þeim er andskotans sama um landsbyggðarfólk!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 7.5.2011 kl. 13:43

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Eyjólfur.......það læðist að manni sá grunur.

Benedikt V. Warén, 7.5.2011 kl. 13:50

3 identicon

hér í Reykjanesbæ er nú mjög flott sjúkrahús sem mætti þá virkja og auka um leið atvinnu á suðurnesjum.... við höfum litla sem enga heilbrigðisþjónustu núna og "fáum" að keyra brautina alla leið inn á landsa í bráðatilvikum.... væri ekki nær að hafa landhelgisgæsluna og allt sjúkraflug á besta svæðinu sem nú þegar er tilbúið vegna millilandaflugsins okkar og hafa í leiðinni sjúkrahúsið virkilega flott búið fyrir svona tilvik? Yrði það ekki bara mjög gott fyrir alla??

Gunnhildur (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 19:45

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er sama hve flott sjúkrahúsin eru, það besta er og verður í höfuðstað landsins.  Við eigum öll að hafa aðgang að því besta, við erum þáttakendur í því í gegnum skattana okkar. 

Að fara til Keflavíkur er bara til að lengja leiðina okkar á sjúkrahús, nær væri að byggja á Austurlandi sambærilegt sjúkrahús og í Keflavík og viðar.  Að færa Gæsluna lengra frá miðpunkti landsins er afturför, við á Austurlandi höfum þurft að sæta því, að Gæslan hefur ekki komið vegna þess hve langt er að fara.  Ekki batnar það við að færa allt "bixið" lengra í burt. 

Sorry Gunnhildur, ég er ósammála öllu sem þú færir fram, takk samt fyrir innlitið.

Benedikt V. Warén, 7.5.2011 kl. 19:58

5 identicon

að fljúga til keflavíkur er ekki að lengja leiðina ef sjúkrahúsið hérna er virkjað og nýtt.... það að við höfum öll aðgang að því besta vegna skatta er ekki rétt.... þeir íslendingar sem hafa besta velferðakerfið búa í reykjavík það vita það allir landsmenn, að byggja nýtt sjúkrahús eins og þetta sem er í keflavík t.d. er ekki nær, það kostar ríkið meiri peninga heldur en að nýta bara þær byggingar betur sem tilbúnar eru nú þegar.

myndi það virkilega vera svo slæmt að fljúga frá ísafirði til mallorca með því að tjékka sig inn alla leið á ísafirði, millilenda í keflavík, labba nokkur hundruð metra og fljúga af stað til spánar og tilbaka, vitandi allan tímann að ef eitthvað kemur fyrir vélina þá er fullbúið sjúkrahús á svæðinu sem bíður eftir þér og þínum.

Þeir sem segja að viðbragðstími þyrlunnar yrði lengri eða að færa gæsluna frá miðpunkti landsins (sem Reykjavík er heldur betur ekki ef þú skoðar landakort)gleyma því að það voru varnarliðs þyrlurnar sem björguðu hér mannslífum hægri vinstri án þess að vera staðsettir í Reykjavík :)

Ef þú skoðar stórborgir og höfuðborgir heimsins þá er Reykjavík ein af fáum höfðuborgum sem gróðursetti bæði innanlandsflugi og stæðsta sjúkrahúsinu í hjarta borgarinnar.

Þú þarft ekki að biðja mig neitt afsökunnar haha..... ef fólk er alltaf sammála þá gerist aldrei neitt að viti ;)

Gunnhildur (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 20:45

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæl Gunnhildur.

1.  Ef hægt er að finna fjármagn til að virkja og reka enn eitt sjúkrahúsið, mundi okkur þóknast það mun betur að fjármunir væru lagðir í að endurbæta sjúkrahúsið á Norðfirði eða byggja nýtt við alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum.  Við erum lengst frá "menningunni" og þurfum að treysta á veður, vinda og langar leiðir.  Grunn heilbrigðis- og bráðaþjónustan þarf því að vera í fjórðungnum. 

2.  Ef þið í Keflavík treystið ykkur ekki til að aka til Reykjavíkur eftir fæðinga- og læknishjálp, ætti að vera auðvelt fyrir þig að setja þig í okkar spor og skilja áhyggjur okkar af fjarlægðum. 

3.  Allir Íslendingar hafa aðgang að besta sjúkrahúsi landsmanna, sem er í Reykjavík, tekur bara mismunandi langan tíma að komast þangað.

4.  Heilsugæsla og bráðaþjónusta kemur flugi í afþreyingu ekkert við.  Við skulum ekki vera að blanda því saman.

5.  Talandi um þyrlur, veit ég um nokkur tilfelli þar sem ekki hefur þótt taka því að senda þyrlu af stað austur, vegna þess að veður voru ekki nægjanlega hagstæð á leiðinni, þrátt fyrir sæmilegt verður beggja megin við veðraskil.

6.  Þyrlur varnaliðsins voru góðar til síns brúks, - sérstaklega sunnanlands.  Það má hins vegar telja þau skipti á fingrum annarar handa þegar sinnt var bráðatilfellum og björgun austanlands.  Síst er ég að vanþakka það, en þannig var það nú samt.

7.  Þetta með "í hjarta stórborga" er svo úteltur frasi, að maður nennir varla að svara því lengur.  Kaupmannahöfn er með aðalflugvöll sinn steinsnar frá miðbænum og er auk þess með lestarstöð í miðborginni.  Allar borgir, sem vilja gera sig gildandi í samgöngumálum er með lestarstöð í miðborginni til að sinna innanlandsumferðinni.  Við höfum ekki lestarstöð, en við höfum ígildi hennar, sem er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.  Lestarstöðvar, með byggingum, teinum og mannvirkjum, taka svipað pláss og lítill flugvöllur eins og Reykjavíkurflugvöllur er og City-Airport í miðborg London.

Hafðun það svo sem allra best.  Samkvæmt því sem ég les út úr skrifum þínum (og þú úr mínum) get ég ekki með nokkru móti séð að við verðum nokkurn tíma sammála í þessu máli.

Kveðja að austan....

Benedikt V. Warén, 8.5.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband