Þar af alltaf ein á Egilsstaðaflugvelli.

Rökin:
- Gjöful mið eru út af Austurlandi.  Fiskiskipaflotinn því oft stór. Langt að bíða eftir björgun úr Reykjavík.
- Siglingaleið stórra skipa út af Austurlandi, m.a. Norræna.
- Yfirflug stórra flugvéla, heimsálfa á minni er mjög oft yfir Austurlandi.
- Með því að hafa eina þyrlu í Reykjavík og aðra á Egilsstöðum, næst besta nýting vélakostsins.

 


mbl.is Ávallt verði tvær þyrlur til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Norðfirði eða höfn væri mun gáfulegur staður en egilstaðir

Árni Sigurður Pétursson, 14.2.2011 kl. 18:21

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Árni Sigurður.

Á Egilsstöðum er meiri starfsemi sem tengd er flugi og flugskýli þar, sem má nýta nú þegar, þó ekki sé það stórt.  Vakt er á flugvellinum allan sólahringinn, brautir og hlöð hreinsuð. 

Höfn kemur ekki eins vel út hvað varðar að dekka allt Ísland og Egilsstaðir.  Það verður ávallt þyrla í Reykjavík eða Keflavík.

Norðfjörður kemur jafn vel út  og Egilsstaðir og hefur auk þess sjúkrahús fram yfir Egilsstaði.  En flest alvarleg tilfelli eru samt í gegnum Egilsstaði með sjúkraflugi til Reykjavíkur á hraðfleygari flugvélum.  Þar kemur flugvöllurinn á Egilsstöðum sterkur inn.  Ekki er hægt að koma sama aðflugsbúnaði fyrir á Norðfirði og er nú þegar á Egilsstöðum, sem hefur nákvæmnisaðflug sem er það besta á landinu ef frá er talinn flugvöllurinn í Keflavík. 

Norðfjörður er jafnframt mjög takmarkaður vegna vinds, þó ekki sé hann mikill og getur hann orsakar mikla ókyrrð og fjallabylgjur í þröngum fjörðum.   Egilsstaðir kemur mun betur út í þeim efnum einnig.

Benedikt V. Warén, 14.2.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband