Var Svandís Svavarsdóttir á móti ESB umsókn?

Tilefni fyrirspurnar minnar eru orð hennar, þar sem hennar túlkun á lögum sé sú, að það sem er ekki leyft skv. lögu sé bannað.

Hvar í landslögum er stjórnvöldum veitt heimild til að:

a) Sækja um aðild að ESB?
b) Þiggja pening frá ESB til að auðvelda umsókn?

Því hítur að vera rökrétt að varpa fram þessari fyrirspurn:

Var Svandís Svavarsdóttir á móti ESB umsókn?

Svandís dró jafnframt í efa að einhver annar, en Flóahreppur mætti greiða fyrir skipulagsvinnu hreppsins.

Því hlítur maður að einnig velta öðru fyrir sér?

Er í þessu samhengi rétt að ESB veiti styrk til að auðvelda inngöngu í sambandið.  Var það í þökk Svandísar Svavarsdóttur að þeim styrki var veitt viðtöku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eitt af einkennum öfgatrúarfólks er að snúa hlutum á hvolf, ef henta þykir. Að snúa löggjöfunni við, eins og Svandís gerir, er skýrt merki um öfgatrú. Að segja að það sem ekki er leift sé bannað í stað þess að segja að það sem ekki er bannað sé leift, er náttúrulega út í hött. Næst er þá að segja að menn séu sekir þar til sýkn hefur verið sönnuð!! 

Öfug löggjöf og öug sönnunarbyrgði tíðkast einungis í þeim löndum sem búa við harðstjórn. Vissulega er hugmyndarfræði Svandísar oft nærri þeim sem slíkum löndum stjórna, eins og Kastró og Chaves.

Gunnar Heiðarsson, 14.2.2011 kl. 13:33

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gunnar. 

Við erum sammála um að þetta gengur ekki upp.  En það væri þá huggun harmi gegn, að Svandís væri einu sinni sjálfri sér samkvæm.  Því er hins vegar ekki að heilsa heldur. 

Hún er tækifærissinni fram í fingurgóma, það sem sannar það, hún íhugar ekki eina einustu mínútu að segja af sér, þó hún sé að fara gegn sveitarfélagi án lagastuðnings og stoppa vinnu sveitarfélags án lagastuðnings og fær svo hæstarétt til að reka það öfugt ofan í sig að hún er að fara gegn lögum landsins. 

Hún fattar það ekki, að í skipulagsmálum er valdið hjá sveitarfélaginu, ráðherra er einungis stimpilpúði, - og það af ódýrri sort.

Benedikt V. Warén, 14.2.2011 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband