9.2.2011 | 12:57
Hátæknihótel afbrotamanna á Hólmsheiðinni.
Hugmyndir um fangelsi á Reyðarfirði, hafa ekki kallað fram mikil jákvæð viðbrögð né gleði hjá fangelsisyfirvöldum. Nú um stundir er mikill hörgull á úrræðum, vegna mikils fjölda einstaklinga, sem bíða þess að taka út sinn dóm og sitja af sér. Því ætti það að gleðja yfirvöld sérstaklega, þegar hægt er að benda á ódýra lausn til að taka á vandanum. Hroki og yfirlæti ríður hins vegar húsum hjá yfirstjórn dómsmála hér á landi. Það er svo sem í takt við öll vinnubrögð stjórnvalda gagnvart nýjum tækifærum í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Hér er verkefni í sjónmáli, sem kostar einungis brot af því að byggja fangelsi á Hólmsheiðinni. Hér er verið að tala um einhverja tugi milljóna en ekki á þriðja milljarð, eins og Hátæknihótel afbrotamanna á Hólmsheiðinni mun kosta.
Merkilegt hvað "2007syndromið" er lengi að rjátla af fólki, sér í lagi í stjórnsýslunni. Þetta er sér í lagi athyglivert, þegar tekið er tillit til þess að það tók enga stund að búa til eitt EXEL-skjal, sem notað var til að réttlæta ógnvekjandi niðurskurð á velferðarkerfi landsbyggðarinnar, sem átti að framvæna snöggvast rétt eftir hádegislúr ráðuneytismannanna. Hér er átt sérstaklega við fyrirhugaðan milljóna sparnað í heilbrigðisgeiranum.
Ég legg hér með til, að Austfirðingar stofni nú þegar félag um fangelsismál á Reyðarfirði og geri dómsmálaráðuneytinu tilboð í gæslu fanga. Félagið nefnist "Fangavaktin hf" og er með heimili og varnarþing á Reyðarfirði.
Hér er verkefni í sjónmáli, sem kostar einungis brot af því að byggja fangelsi á Hólmsheiðinni. Hér er verið að tala um einhverja tugi milljóna en ekki á þriðja milljarð, eins og Hátæknihótel afbrotamanna á Hólmsheiðinni mun kosta.
Merkilegt hvað "2007syndromið" er lengi að rjátla af fólki, sér í lagi í stjórnsýslunni. Þetta er sér í lagi athyglivert, þegar tekið er tillit til þess að það tók enga stund að búa til eitt EXEL-skjal, sem notað var til að réttlæta ógnvekjandi niðurskurð á velferðarkerfi landsbyggðarinnar, sem átti að framvæna snöggvast rétt eftir hádegislúr ráðuneytismannanna. Hér er átt sérstaklega við fyrirhugaðan milljóna sparnað í heilbrigðisgeiranum.
Ég legg hér með til, að Austfirðingar stofni nú þegar félag um fangelsismál á Reyðarfirði og geri dómsmálaráðuneytinu tilboð í gæslu fanga. Félagið nefnist "Fangavaktin hf" og er með heimili og varnarþing á Reyðarfirði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.