Ítrekað hafa borist fréttir um það, að fangelsi á Íslandi séu yfirfull og fjöldi brotamanna gangi lausir og geti ekki hafið afplánun. Nokkur dæmi eru um það að brot fyrnist vegna ásandsins.
Í nokkurn tíma hefur því verið haldið að yfirmönnum fangelsismála, að nýta vinnubúðir við Reyðarfjörð til að koma upp öryggisfangelsi með lágmarksgæslu. Búðirnar hafa staðið auðar um nokkurt skeið, en þær hýstu verkamenn sem reistu álver Alcoa.
Ljóst er að lítið þarf að gera til þess að koma þessu verkefni á. Girða þarf svæðið og yfirfara og breyta lítilshátta til að uppfylla staðla. Það sem hins vegar vekur athygli eins og oft áður, þetta er of langt frá skrifborðum alræðisins í Reykjavíkurhreppi og því hefur þetta legið þar og rykfallið án þess að afgreiða það mál.
Það er ekki annað en hægt að fordæma þessi vinnubrögð. Möppudýr kerfisins með ráðherra þessa mála fá hroll við tilhugsunina eina að þetta verkefni verði "svona rosalega langt úti á landsbyggðinni".
Hverja á að vista þarna? Þá sem ekki eru forhertir glæpamenn, en þurf að sitja af sér dóm. Þeir forhertu verða áfram í gæslu "sérfræðinganna" sem trúa því að þeir séu lang bestu fangaverðirnir og draga það jafnframt stórlega í efa að aðrir geti gert það, sem þessir guðs útvaldir sýsla daglega við.
Kosturinn við þessa útfærslu er, að hún kostar ríkiskassann lítið, sem hlítur að vera kostur á þessum niðurskurðartímum. Hægt að taka fangelsið í notkun á nokkrum vikum. Störf verða til á Reyðarfirði og nágrannasveitum. Ódýrt húsnæði er til staðar fyrir fangaverði og annað starfsfólk sem kæmi að þessu verkefni. Ekkert þarf að byggja, bara bæta lítilsháttarr. Vinna "við eitthvað annað" gengur hér upp.
Að flytja búðirnar að Litla-Hrauni er svo víðáttuvitlaust að engum, nema íbúum í Reykvíkiurhreppi og stöku þingmanni, gæti dottið slík fyrra í hug. Til þess er kostnaðurinn of mikill.
Menn geta hins vegar andað rólega. Þessar búðir standa á hrauni og nálægt örnefninu Hraun, svo fangelsið getur sem best heitið "FJARÐA-HRAUN" ef það er nafngiftin sem hefur vafist fyrir dómsvaldinu á Íslandi.
Áður bloggað um þetta: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/882299/
Í nokkurn tíma hefur því verið haldið að yfirmönnum fangelsismála, að nýta vinnubúðir við Reyðarfjörð til að koma upp öryggisfangelsi með lágmarksgæslu. Búðirnar hafa staðið auðar um nokkurt skeið, en þær hýstu verkamenn sem reistu álver Alcoa.
Ljóst er að lítið þarf að gera til þess að koma þessu verkefni á. Girða þarf svæðið og yfirfara og breyta lítilshátta til að uppfylla staðla. Það sem hins vegar vekur athygli eins og oft áður, þetta er of langt frá skrifborðum alræðisins í Reykjavíkurhreppi og því hefur þetta legið þar og rykfallið án þess að afgreiða það mál.
Það er ekki annað en hægt að fordæma þessi vinnubrögð. Möppudýr kerfisins með ráðherra þessa mála fá hroll við tilhugsunina eina að þetta verkefni verði "svona rosalega langt úti á landsbyggðinni".
Hverja á að vista þarna? Þá sem ekki eru forhertir glæpamenn, en þurf að sitja af sér dóm. Þeir forhertu verða áfram í gæslu "sérfræðinganna" sem trúa því að þeir séu lang bestu fangaverðirnir og draga það jafnframt stórlega í efa að aðrir geti gert það, sem þessir guðs útvaldir sýsla daglega við.
Kosturinn við þessa útfærslu er, að hún kostar ríkiskassann lítið, sem hlítur að vera kostur á þessum niðurskurðartímum. Hægt að taka fangelsið í notkun á nokkrum vikum. Störf verða til á Reyðarfirði og nágrannasveitum. Ódýrt húsnæði er til staðar fyrir fangaverði og annað starfsfólk sem kæmi að þessu verkefni. Ekkert þarf að byggja, bara bæta lítilsháttarr. Vinna "við eitthvað annað" gengur hér upp.
Að flytja búðirnar að Litla-Hrauni er svo víðáttuvitlaust að engum, nema íbúum í Reykvíkiurhreppi og stöku þingmanni, gæti dottið slík fyrra í hug. Til þess er kostnaðurinn of mikill.
Menn geta hins vegar andað rólega. Þessar búðir standa á hrauni og nálægt örnefninu Hraun, svo fangelsið getur sem best heitið "FJARÐA-HRAUN" ef það er nafngiftin sem hefur vafist fyrir dómsvaldinu á Íslandi.
Áður bloggað um þetta: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/882299/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.