Hvaða ráð geta 101 Reykjavík gefið?

Nú er ljóst að landsbyggðinni blæðir verulega.  Verði ekkert aðgert, er þetta bara upphafið að endalokum Vestfjarða.  Núna heyrist hvorki hóst eða stuna frá sötrandi kaffiþömburum í 101 Reykjavík.  Ekki vantaði að mannvitsbrekkurnar á þeim bæ höfðu lausnir á hverju strái (eða fjallagrasi) þegar verið var að byggja virkjanir og álver á Austurlandi.  Enn í dag, trúir þorri þambaranna að þær framkvæmdir séu upphafið að alheims hruninu. 

Við á Austurlandi vitum nákvæmlega hvernig ykkur Vestfirðingum líður.  Við værum í svipuðum sporum ef þessi innspýting hefði ekki komið til hér eystra.

Eina lausnin sem er í sjónmáli, er að stokka spilin og gefa allt upp á nýtt.

  1. Tekjur verði eftir í landshlutunum þar sem þeirra er aflað.
  2. Kvótanum verði skilað og úthlutað landsbyggðinni.
  3. Höfuðborg Íslands verði kvótalaus.
  4. Kosin verði ný stjórn í höfuðborginni svo fljótt sem unnt er og eru allir landsmenn kjörgengir.  Einn maður eitt atkvæði.
  5. Heimilt verði að leigja kvótan hann út aftur. 
  6. Stranglega bannað að selja kvóta eða veðsetja.
  7. Utanríkisráðuneytið sett í úreldingu og lokað og öll sendiráð ríkisins og eignir seldar.
  8. Ráðherrar á eftirlaunum verða sendir í launalaust "orlof".
  9. Stoppa alla frekari vinnu við svokallað hátæknisjúkrahús og dregið úr öðrum flottræfilshætti.
  10. Þingmenn verði síðan sendir í launalaust orlof fram yfir stjórnlagaþingslok.


Þetta er það sem þarf að gera strax með bráðabirgðalögum.


mbl.is Neyðarblys á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að því að drekka kaffi?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:28

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Verulelikafyrring í 101.

Benedikt V. Warén, 18.1.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband