Mikið skelfing er nú gott að þurfa ekki að sitja undir þessu.....

....eins og HM sl. sumar þegar lýsingar ruddust yfir alla hefðbundna dagskrá RÚV.  Það hefði í sjálfu sér verið hægt að þrauka það, ef ekki hefði í beinu framhaldi þurft að kryfja hvern leik í smáatriðum.  Láta áhorfendur taka leikinn inn teskeið, - hvern einasta leik.

Það var einn sem leiddi hópinn með þrjá til reiða.  Þar var leikurinn sýndur aftur á bak og áfram til þess að reyna að koma því endanlega inn í hausinn á þeim, sem voru rétt að ljúka við að horfa á leikinn, hvað var í raun að gerast þessar níutíu mínútur þar á undan.  Er von að maður freisitist til að halda, að þeir sem horfa of mikið á íþróttir séu ekki  með öllum mjalla.

Það er mikið lagt á 90% þjóðarinnar að þurfa að sitja undir þessu íþróttaböli, til að fullnægja þörf hinna 10% sem eru þjákaðir af íþróttabakteríunni.  Þess vegna er þetta fín lausn, sér rás fyrir íþróttir.
mbl.is Stórsigur á Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að segja að bara 10% landsmanna fylgist með HM í handbolta??  Ég hugsa að það sé eitthvað meira en það...

Skúli (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 23:18

2 identicon

Svo er nú ekki eins og það sé mikið annað á dagskráinni hjá Rúv!

Síðastliðinn laugardagskvöld setti ég á ruv eftir leikinn og sá þá dagskrárgerð sem er miklu verri en hringekjan og kostar ábyggilega margfalt en þessi snilld með íslenska handboltaliðnu hefði kostað! Frekar HM í handbolta en jurovision!

Arnar Grétarsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband