11.11.2010 | 18:24
Óþolandi varnaraðgerðir landsbyggðarinnar....
....sem skaffa þó mest í sameiginlega sjóði.
Rétt er að athuga nú í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar, hvort ekki eigi að breyta innheimtu skatta í þann farveg, að bæjar- og sveitarfélög innheimta alla lögboðna skatta af sínum þegnum. Bæjar- og sveitarfélög greiddu síðan öll sömu krónutöluna í sameiginlegan sjóð löggjafavaldsins (Alþingis) eftir höfðatölu. Í leiðinni yrði þingmönnum fækkað í fimmtán.
Framkvæmdavaldið flyttist jafnframt heim í hérað, nær vettvangi íbúanna.
Tillögunum verður breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Réttast væri að á þingi sætu aðeins formenn flokka með atkvæðavægi síðustu kosninga.
Það hefur hvort sem er sýnt sig að þrátt fyrir allan fagurgala og gaspr að þá er alltaf kosið eftir línum flokka
Óskar Guðmundsson, 11.11.2010 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.