9.9.2010 | 17:13
Hvað er að rafkerfinu?
Þetta er farið að verða ansi þreytandi, þegar vandamál eru á Grundartanga þá skuli rafmagnið undantekningalítið jafnframt fara af á Austurlandi og víðar. Um daginn var rafmagnslaust í um klukkustund á Austurlandi og fyrr á árinu var ljóslaust í rúmar tvær klukkustundir.
Er þetta nútíminn? Eða eru menn komnir of langt í að hagræða? Er ekki nægur mannskapur til að bregðast við, til að stytta tímann sem rafmagnslaust er?
Annað sem vekur athygli. Þegar rafmagnslaust er í Reykjavík í einhverju hverfinu í 10 mín, eru því gerð góð skil í fréttatímum. Fulltrúar rafveitunnar spurðir í þaula. Kemur þetta fyrir aftur? En - þegar rafmagnslaust er klukkustundum saman á landsbyggðinni, þá er hlaupið á hundavaði yfir það í fréttatímanum, ef fréttamenn leggjast þá á annað borð svo lágt að minnast á það í fréttatímanum og reyna að leita skýringa.
Hvað veldur? Hagræðing og fækkun fréttamanna á landsbyggðinni?
Raforkukerfið komið í eðlilegt ástand á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.