7.9.2010 | 13:33
Jenis av Rana er minn maður....
...ekki það að ég sé sannkristinn, öðru nær, heldur vegna þess að mér finnst menn eiga fullan rétt á að standa við sína sannfæringu. Ef einhver haldbær rök eru fyrir afstöðu viðkomandi, þá er honum frjálst að viðra þær og standa við. Þetta er nú einu sinni partur af lýðræðinu og málfrelsinu, sem við berum fulla virðingu fyrir. Stundum svíður undan, en það verður þá bara að hafa það.
Segir Færeyinga skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki skal mismuna fólki eftir kyni, kynhneigð, trúarbrögðum osfrv..
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 14:43
Gaman að heyra að einhver ber virðingu fyrir rétti fólks að vera ósammála og vera öðru vísi. Ég skrifaði líka um þetta mál en frá öðru sjónarmiði, sjá: Er þetta Biblíulega rétt hegðun hjá Jenis?
Mofi, 7.9.2010 kl. 15:47
já guðsmenn hata lessur og homma, en dýrka barnaníðinga og nauðgara. Þvílíki ólýðurinn. Þrífast á hatri og andstyggð.
Óli (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 18:08
Óli, sá eini sem virkilega virðist hata einhvern hérna ert þú.
Mofi, 7.9.2010 kl. 18:46
Mér er illa við hræsnara. Eins og fólk sem predikar ást og kærleik og lýsa síðan opinberlega yfir hatri, ljúga og hylma yfir barnaníðinga.
Mér finnst skrítið að bera virðingu fyrir þanniig fólki.
Hins vegar styð ég málfrelsi og hann hefur rétt á sinni skoðun, ég þarf samt ekki að vera sammála henni og ég ber ekki virðingu fyrir honum.
Óli (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 18:54
Óli ef þú heldur þessu virkilega fram ertu verulega bilaður.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 18:54
Nú, allaaveg hefur bæði páfinn sem og margir prestar verið mjög duglegir í því að hylma yfir barnaníð innann kirkjunnar. Þeir tala fórnarlömbin ofan af því að kjafta frá. Þeir ljúga mikið, til dæmis að smokkar auki líkur á eyðni. Hatast út í alla sem eru á móti þeirra trú. ljúga að börnum að allar sögurnar í bíblíunni séu staðreyndir og svo framveigis. Svona er þetta bara, ég er ekkert bilaður.
Óli (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:16
Eitt sinn var bóndi einn leiddur fyrir dómara og dæmdur fyrir að brugga, þótt enginn findist mjöðurinn.
- Hvers vegna er ég dæmdur fyrir að brugga, spurði bóndi dómarann.
- Þú hafðir tólin, svaraði dómarinn.
- Þá krefst ég hér með að verða einnig dæmdur fyrir nauðgun, sagði bóndinn gramur.
- Hví krefstu þess, spurði dómainn í forundran.
- Ég hef tólin, svaraði bóndinn vafningaslaust.
Þessi litla saga segir okkur að fara varlega í að dæma þó hið augljósa virðist liggja fyrir. Varlega skal gengið um við að dæma, eins og Óli gerir, því ekki hata allir prestar homma og lesbíur, né eru allir prestar barnaníðingar og nauðgarar. Vissulega finnst misjafn sauður í mörgu fé.
Benedikt V. Warén, 7.9.2010 kl. 20:35
Nei auðvitað gera þeir það ekki allir. En þeir sem gera það ekki eru heldur ekkert að fordæma þá sem standa í þessu sem ég nefndi. Þeir þurfa sjaldnast að segja af sér.
Páfinn kemur bara með innantómar afsakanir en gerir ekkert.
Óli (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:45
Ég er alveg sammála Jenis av Rana og líka sammála því að menn megi hafa mismunandi skoðanir. En Óli er á dálitlum grynningum með skoðanir sínar á kirkjunar mönnum og perraskap sumra þeirra.
Að mínu mati er það mjög eðlilegt að mikið sé um perraskap innan kirkjunnar og einnig í íþróttastarfi og öðru starfi þar sem fullorðið fólk er að sinna börnum og unglingum. Það er vegna þess að barnaperrar sækja auðvitað í að starfa þar sem þeir eiga auðvelt með að nálgast börn og unglinga og vinna traust þeirra. Og það er einmitt í þessum störfum.
Lausnin á þeim vanda felst ekkert í að bölsótast yfir þessu og velta sér upp úr viðbrögðum kirkjunnar eftir að upp kemst um einhvern óþverrann. Lausins felst í að gera sér grein fyrir því að þetta er mikið áhættusvið að þessu leyti, kirkjustarfið og önnur störf með börnum og unglingum, og setja upp einhverjar varnir til að fyrirbyggja vandamálið. Ég veit svo sem ekki hverjar þær eiga að vera, er enginn sérfræðingur í því, en eflaust kemur margt til greina, myndavélar í öll rými þar sem menn geta verið einir með börnum, vaktmenn, vinnureglur o.m.fl. En það liggur í augum uppi að mínu mati að svona þarf að taka á málinu.
Jón Pétur Líndal, 7.9.2010 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.