Krossferð bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.

Hver kjörinn fulltrúinn í Fjarðarbyggð á fætur öðrum, ná athygli fjölmiðla með vægast sagt sérkennilegum hætti.  Ekki er þetta einskorðað við núverand bæjarfulltrúa heldur skeiða óbreittir einnig fram á ritvöllinn og einn þeirra vill færa aðstöðu Norrænu frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar.  Kjörnir fulltrúar Fjarðabyggðar hamast hins vegar við að rökstyðja ágæti þess að flytja þjóðveg eitt frá Breiðdaslheiði í Fjarðabyggð.  Það er lítið gefið fyrir rökin að fara í endurbætur um Öxi m.a. með þeim rökum að leiðin sú sé einungis "71 km styttri"(http://www.raudhausar.com/esther/?p=3137).   

Það er ekki furða þótt þeim sömu fulltrúum finnst verulegt vit í að hafa fjóðungssjúkrahús á endastöð, úr alfaraleið og langt frá fullbúnum flugvelli, þegar 71 km er ekkert sem orð er á gerandi, þegar menn eru að skreppa af bæ. En það má auðvita ekki ræða mál sjúkrahússins einungis samgöngumálin, en þar á að ná lendingu "..með rökum ekki tilfinningum..." eins og það er svo snilldarlega orðar af einum kjörnum bæjarfulltrúanum í Fjarðabyggð.

Í þessu samhengi er rétt að rifja upp nokkur atriði um samstöðu í Austurlandsfjórðungi.

Það var mikil og góð samstaðan í kringum byggingu á virkjun og álveri.

Ekki var hún síðri þegar Mjóeyrarhöfn var byggð?  Höfn sem byggð er um það bil með 80% fjárveitingu af ríki, en Fjarðabyggð fær um 100% af innkomuni í gegnum sína sjóði.

Man ekki eftir mótmælum hér eystra þegar Fáskrúðasfjarðagöngin voru grafin.

Vegabætur um Hólmaháls voru án aðkomu annara en heimamanna og einginn utanaðkomandi mótmælti þeirri framkvæmd.

Nú eru ný göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar rétt handan við hornið.  Einhver sem mótmælir.  Ekki svo ég muni, ef frá eru taldir landeigendur jarða sem vegur fer um.  Að því verki loknu, verða flestir jarðgangnametrar á hvern íbúa Íslands, - í Fjarðabyggð.

Maður freistast til að velta því fyrir sér, er bara nauðsynlegt að byggja upp samstöðu í fjórðungnum, þegar eitthvað á að gera í Fjarðabyggð?  Þarf eingöngu að ræða samgöngumál með "rökum ekki tilfinningum" þegar fjallað er um hvar þjóðvegur eitt á að liggja?

Lágkúru bæjarstjórnarmanna í Fjarðabyggð er senn athygliverð, sérkennileg og sorgleg.  Fátítt er að eitt sveitarfélag leggist jafn þungt gegn öðru þegar um samgöngubót er að ræða.  Í þessu tilfelli gegn vegabótum um Öxi.

Vegferð kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð er greinilega að viðhalda löngum leiðum milli staða og lækka fjárframlög til vega á Austurlandi, með því að stuðla að því að minnka opinbera þjónustu við fjölfarna leið.  Sér er nú hver framsýnin og fyrirhyggjan í þessum hópi. Það er aldeilis lóð, sem þeir velja að leggja á vogaskálar í samheldni, samvinnu og sameiningaviðræðum á næstu misserum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er hárrétt hjá þér Pelli en þessi sömu krummaskuðar- og sjoppurök voru uppi þegar ný brú á Eyvindará var ákveðin á sínum tíma. Þá varð ofan á, eins og Fjarðamenn vilja núna, að leggja veginn í gegnum mitt þéttbýli en ekki fara stystu leið. Sama er í gangi í Húnavatnssýslu en þar er hægt að stytta veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar umtalsvert með því að sleppa að keyra í gegnum Blönduós. Þetta kom líka upp vegna brúar yfir Hornajfarðarfljót í stað þess að þræða upp um Mýrar og Nes. Styð þessi sjónarmið þín um styttingu milli þéttbýlisstaða. Burt með krummaskuða- og sjoppuhugsjónina.

Haraldur Bjarnason, 30.8.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband