18.9.2025 | 19:50
Raunir Andrésar prins, hertoga af Jórvík
Fengið að láni af forsíðu Vestfirska frá 26. mars 1992 https://timarit.is/files/66010012
....annar fór upp á traktorinn
Björn Andrés Ingólfsson, skólameistari á Grenivík, er áhugamaður um hjúskaparmál bresku konungsfjölskyldunnar og fylgist jafnan með ástandinu í Buckinghamhöll. Þegar Andrés prins gekk að eiga Söru Ferguson hér um árið sendi Björn Andrés honum svohljóðandi skeyti:
Fögur og björt er framtíðin,
fögnuður ríkir og það er von.
Nú ertu kátur, nafni minn,
nú ertu kominn á Ferguson.
Er rennur á nótt í ríki þínu
hjá rauðhærðu Söru þú háttar vel.
En fyrr má nú gera að gamni sínu
en gifta sig svona dráttarvél!
Síðan var allt í lukkunnar velstandi á þeim bæ, að því er ætla mátti. Þess vegna komu skilaboðin frá drottningunni núna um daginn eins og reiðarslag yfir bæði Björn Andrés og alla heimsbyggðina:
Töluvert ill eru tíðindin:
Hún tilkynnti mér það drottningin,
að nú hefði Andrés nafni minn
neyðst til að selja traktorinn.
Að svo mæltu sendi Björn Andrés nafna sínum eftirfarandi hughreystingarstef:
Báglega fór með búskapinn,
brugðust þér gömlu heilræðin,
í óleyfi þegar, Andrés minn,
annar fór upp á traktorinn.
Nú gildir það bara, góurinn,
að gefast ekki upp við búskapinn.
Næst skaltu Zetor, [Epstein*] nafni i minn,
næla þér í við heyskapinn.
[*Breyting BVW, i ljósi sögunnar]
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)