30.4.2025 | 19:13
Guðað á austurgluggann
Austurglugginn
Sagan um austurgluggann er að bóndi á Fljótsdalshéraði lenti í því að rúða í Willys-jeppanum hans brotnaði. Hann hringdi því til að panta nýja rúðu. Hvaða rúðu vantar í jeppann? spyr afgreiðslumaðurinn. Karlinn gjóar augunum út um gluggann á jeppann, sem stóð á hlaðinu, og svaraði: Það er austurglugginn, geskur. Síðan hefur austurglugginn átt stað í huga Héraðsbúa og vikublað er m.a. gefið út með því nafni.
Samgöngur
Kveikjan að þessum greinarstúf er áhugaverð skrif eftir Gísla Sigurgeirsson í Morgunblaðinu 12. apríl sl. þar sem hann horfir inn um nefndan austurglugga og greinir utan frá vandamál Austurlands.
En ég gerði mér snemma grein fyrir því, þegar ég var að gera fréttir og þætti um mannlíf eystra, að mestu óvinir Austfirðinga eru þær systur; Illgirni, Öfund og Rógbera. Þær hafa um árabil magnað upp mikið sundurlyndi meðal Austfirðinga. [1]
Í raun þarf ekki að segja meira um vandamál Austurlands og hér er ekki ætlunin að heimfæra nöfn systranna á neinn sérstakan enda flókin úrvinnsla. Hins vegar hafa margir sveitarstjórnarmenn heldur knappa sýn á hvað kemur Austurlandi best. Þeirra verkefni ætti að vera að koma með tillögur um hvað betur má fara t.d. í vega- og jarðgangagerð. Nokkrir yfirmenn Vegagerðarinnar á Austurlandi hafa verið uppteknari í hreppapólitík en í faglegri vegferð. Þeirra sýn ætti frekar að hverfast um lausnir sem kæmu heildinni best. Þar hefur nokkuð skort á faglegt mat um hvað er framkvæmanlegt, hvað það kostar og hvernig samgöngur tengja Austurland betur saman. Þannig hefur stofnunin t.d. dregið lappirnar vegna samgangna innan Múlaþings.
Skortur á heildarsýn þessara tveggja hópa skapar síðan hagstæð skilyrði fyrir framkvæmdavaldið að slá verkefnum á frest og verja fjármunum þar sem meiri sátt ríkir. Auðvitað ætti að hunsa slíkan hrepparíg og fjármagna knýjandi verk eftir getu ríkiskassans hverju sinni. Sýn stjórnvalda hefur sjaldan verið langdræg en þefskynið því næmara. Það kemur sér afar vel þegar þefa þarf uppi fjármuni og koma þeim í lóg við að kosta gæluverkefni í landnámi Ingólfs. Oft hefur framkoma ríkisstjórna verið Austfirðingum óboðleg.
Hælbítar
Kveikjan að þessari seinni hugleiðingu er Drekasvæðið. Þar liggja miklir hagsmunir Íslands í landgrunninu og ekki síst eru hagsmunir Austurlands miklir. Jan Mayen hefur lengst af verið íslensk. Norðmenn fengu illu heilli leyfi til að reka þar veðurstöð og litu á það sem fasta búsetu. Á þeirri forsendu sölsuðu þeir eyjuna undir sig án þess að íslensk stjórnvöld spyrntu hressilega við fótum. Fróðlegt væri að fá upplýst hverjir voru ábyrgir fyrir því að afhenda Noregskonungi Jan Mayen og hvert verðið var. Fór hún á þrjátíu silfurpeninga?
Það er ekki síður dapurlegt að innlendir einstaklingar úr öðrum sóknum sjái sig knúna til að tala niður verkefni sem þrátt fyrir allt geta komið Austurlandi til góða. Nýjasta dæmið var á öldum ljósvakans þegar Arna Lára Jónsdóttir, fv. bæjarstjóri á Ísafirði, tjáði sig um málið á niðrandi hátt í garð Austfirðinga.[2] Það kemur sannarlega úr hörðustu átt og manni getur nú sárnað þótt maður gráti ekki.
[1] https://âwww.mbl.is/âbladid-pdf/â2025-04-12/â2025-04-12-all.pdf
[2] https://âwww.visir.is/âk/â6c1ed93c-df05-4d21-ac27-9633dc66403b-1744015135888
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2025 | 09:09
Allt meira í Ameríku?
Bandaríski leikarinn Jeremy Renner"missti tæplega sex lítra af blóði" segir í frétt mbl.is.
Á Vísindavefnum má hinsvegar finna eftirfarandi. "Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði."
Hefur þessi mismunur eitthvað með tolla Trumps að gera? Ja maður spyr sig.
![]() |
Skrifar um daginn sem hann lést |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |