Framleiðslan á Austurlandi en milljörðum eytt í Reykjavík

Nú er Landsvirkjun að fara að byggja yfir stjórnstöðvar sínar í bæjarfélagi, engin raforkuframleiðsla er á vegum fyrirtækisins.  Það hefði þótt nokkuð galið ef Landsbanki Íslands hefði valið að flytja höfuðstöðvar sínar á Gjögur, án þess að vera með útibú á staðnum.

Samkvæmt fréttum RÚV eru lóðirnar þrjár, sem Landsvirkjun er að helga sér við Bústaðaveg og voru seldar í einu lagi á um 1,3 milljarðar króna.   Á Fljótsdalshéraði er helmingur allrar orku framleidd, orka sem Landsvirkjun fær á spottprís. 

Á sama tíma er verið að „gelda“ Austurland stjórnsýslulega séð og engin opinber stofnun mun verða þar.  Það rímar hins vegar illa við fögur fyrirheit stjórnvalda um að færa opinber störf á landsbyggðina.  Ekki það að nokkur hrökkvi við, en fúslega viðurkennt að það er mjög fúlt.

Austfirðingar hafa mátt þola ítrekuð svikin loforð um flesta hluti, sem átt hefur að færa til betri vegar.  Þar toppaði formaður Framsóknarflokksins alla hina, þegar hann reið um héröð, sem innviðarráðherra (samgönguráðherra) á Austurlandi, veifandi gúmmítékka framaní alla og lofaði Axarvegi, endurbótum á Egilsstaðaflugvelli og Fjarðarheiðagöngum, svo fátt eitt sé nefnt.  Þegar þrengt var að honum um efndir, vísaði hann á fjármálaráðherra, sem vildi ekki viðurkenna gúmmítékkann.  Engar breytingar urðu þó við að sami ráðherrann fór í stólaleikfimi og hafnaði í stól sem fjármálaráðherra.

Nú er tækifæri að snúa málin Austurlandi í hag, vinna eftir stefnu stjórnvalda og byggja höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Fljótsdalshéraði.  Þar er næg orka til að lýsa og hita upp stórhýsi, ódýrar lóðir, góðar samgöngur, tengingar við netkerfin, frábær staður veðurfarslega og mannauður, sem þar mun líða vel.

Flutningur höfuðstöðva Landsvirkjunar á Fljótsdalshérað er hér með lagður til!

 


mbl.is Skuldlausar eilífðarvélar besti arfurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband