3.4.2024 | 08:34
Ekkert kjaftæði lengur
Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, er ítrekað búinn að lofa framkvæmdum við Fjarðaheiðargöng, en ekkert gerist. Hann lofar endurbótum á Egilsstaðaflugvelli. Þar gerist ekkert. Axarvegur er ekki enn komin á dagskrá, þrátt fyrir loforð þar um. Ekki er enn búið að semja við landeigendur um land undir veginn.
Sleifarlagið er með ólíkindum og fé til vegaframkvæmda hefur minnkað umtalsvert. Það er gert til þess að hægt sé að sinna gæluverkefnum VG í ótímabær verkefni vegna orkuskipta og í óskilgreind mál vegna loftslagsmála.
Austurland er fær sömu meðhöndlun hjá ríkisstjórn Íslands og nýlendur urðu fyrir fyrr á öldum af hendi þeirra sem meira mátti sín.
Tími kjaftæðis er löngu liðinn og tími verka er runninn upp.
Fjarðarheiðargöng gætu borgað sig fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)