Við Egilsstaðabúar erum öll undir kjörþyngd

Nú keppast allir við að leggja af og léttast eftir ofát jóla og áramóta.  Um daginn var verið að benda á heilsutengingu við gömlu mánaðarheitin, Mörsugur, Þorra og Góu. 

Mörsugur er frá miðjum desember til u.þ.b. ellefta janúar og því er tengin augljós við ofát jólanna.  Gott íslenskt orð og lýsandi fyrir starfsemi World Class og ætti það fyrirtæki að skipta því út nú þegar fyrir hinu kjarnyrta, lýsandi, íslenska orði, - MÖR-SUGUR.

Svo aðeins um staðlana um hver þyngdin á að vera til að teljast í kjötþyngd. Einn staðall fyrir konur og annar fyrir  karlmenn.  Svo er mikil vinna fyrir kynsegin og alla þá sem glíma við dagsformið um kynvitund sína, að framkalla viðeigandi staðla fyrir hvern flokk.

Þetta er ekki vandamál á Egilsstöðum.  Við erum öll undir kjörþyngd þegar miðað er við hæð,

- yfir sjávarmáli.


Bloggfærslur 24. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband