Áherslupunktar ríkisstjórnarinnar

 

  1. Lækkum skattana
  2. Báknið burt
  3. Sjálfstæð þjóð

Þetta eru kunnug stef hjá Sjálfstæðisflokknum

  1. Hvaða flokkur slær hvert metið eftir annað í skattahækkunum. Það eru flugvallaskattar, þjónustugjöld, innheimtugjöld, komugjöld, veggjöld, svo eitthvað sé nefnt
  2. Hvað hefur gerst í bákninu, það vex og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum
  3. Hart er unnið að því að afsala sér sjálfstæði þjóðarinnar og auðlindir hennar til ófreskjunnar, ESB. Hvaða stjórnmálaflokkur stundar meira afsal á sjálfstæði þjóðar en Sjálfstæðisflokkurinn?  Jú, - fyrrverandi sjálfstæðismenn í Viðreisn.

 ........... 

  1. Byggjum brýr og vegi
  2. Endurbætum flugvelli
  3. Landbúnaðurinn styrktur

 Hérna er Framsóknarflokkurinn í essinu sínu.

  1. Brúar og vegagerð í eigin sveitarfélagi
  2. Ítrekuð svik vegna endurbóta Egilsstaðaflugvallar
  3. Landbúnaðurinn á heljarþröm

 ........... 

  1. Loftslagsmál
  2. Orkuskipti
  3. Hnattræn hlýnun

Vinstri grænir með „allt á hreinu“ eða??

  1. Hver ráðstefnan eftir aðra heimsótt meðal vina og kunningja sem fljúga veröldina á enda í einkaþotum.
  2. Ekki að nýta græna vatnsorku í orkuskipti heldur innflutta olíu í fiskimjölsverksmiðjur
  3. Trúa því að vindrellur á Íslandi hafi áhrif á hnattræna hlýnun

Það sem er sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum, að þar fara ekki saman orð og efndir


Bloggfærslur 12. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband