31.5.2023 | 13:27
Fordæmalausir tímar
Ríkisstjórnin biðlaði til þjóðarinnar um að standa saman vegna Covid-19
Ríkisstjórnin biðlaði til allra vegna stríðsins í Úkraínu
Ríkisstjórnin treystir á að Seðlabankinn lækki verðbólguna
Hvað ætlar ríkisstjórnin sjálf að gera?
Taka fegins hendi við kauphækkun þann 1.6.2023 fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar.
31.5.2023 | 09:11
Jarðgangastoppið
Það er náttúrulega alveg galið að ekki skuli vera að vinna við ný jarðgöng.
Að stoppa við að gera jarðgöng er eitthvað sem ekki á að eiga sér stað vegna þess að við þurfum að hafa þessa sérfræðinga innanlands í verkum en ekki missa þá úr landi vegna skipulagsleysis í samgöngumálum.
Allar samgöngubætur eru til bóta, ekki síst til að róa niður loftslagssöfnuðinn.
Það er ekki svo lítið mál.
![]() |
18 jarðgöng koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |