Skeljungur með okurverð á Egilsstaðaflugvelli

Mikill munur er á þotueldsneyti á millilandaflugvöllum Íslands og kemur ekki á óvart að það sé ódýrast í Keflavíkurflugvelli þar sem eldsneytinu er skipað á land í Helguvík, kippkorn frá vellinum.

Lítraverð í Keflavík er ....... 254,45 IKR
Lítraverð í Reykjavík er ...... 254,45 IKR
Lítraverð á Akureyri er ....... 268,35 IKR
Lítraverð Egilsstöðum er ...... 291,15 IKR

Tvennt vekur strax athygli.  Það er sama verð í Keflavík og Reykjavík, þó það þurfi að aka með farminn frá Helguvík.  Þá virðist jöfnunarverð vera í gildi. 

Hitt sem stingur í augun er sá munur á lítraverð á eldsneytinu, sem er á milli Akureyrar og Egilsstaða, munurinn er 28,80 IKR. 

Eldsneytið er flutt í tanki, sem tekur 38.000 lítra í ferð.  Flutningurinn á farminum til Akureyrar miðað við uppgefið lítraverð er 529.200 IKR en til Egilsstaða 1.394.600 IKR.

Að aka hvern km með farminn til Akureyrar er 607,13 IKR
Að aka hvern km með farminn til Egilsstaða er 934,72 IKR

Hvað skýrir þennan mun, það er malbikað alla leið, ef farin IMG_2707er norðurleiðin.  Jafnvel þó farið sé um rándýr Vaðlaheiðagöngin, nægir það ekki til að skýra þennan mun.


Bloggfærslur 22. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband