Allir sitja sama borð við að borga skattana.

En þegar þarf að fá þjónustu úr sameiginlegum sjóðum er annað upp á teningnum. Þá verður allt í einu til annar og þriðji flokkur.

Öll helstu sjúkrahús landsins eru á suðvestur horninu og sérfræðingar.  Til að sækja þessa þjónustu þurfa margir landsmenn að leggja land undir fót til að sækja sérfræðiþjónustu, sem er af skornum skammti í nærumhverfi margra ef þá nokkur er til staðar.  Oft þarf að fórna vinnudegi/dögum til að nálgast sérfræðinga samfélagsins, sem allir landsmenn hafa sameinast í hjálpa til mennta.

Núverandi kerfi lækninga er í nafni hagkvæmni stærðarinnar, sérstaklega með sparnað í huga fyrir okkar sameiginlegu sjóði.  Það hefur sýnt sig að kerfið leggur auknar byrgðar á þá sem lengra þurfa að sækja þjónustuna, svo segja má að sparnaður hefur náðst með því að færa kostnaðinn af sameiginlegum sjóðum á herðar þeirra sem síst skyldi.  Sjúkratryggingar Íslands greiða einungis fyrir tvær ferðir til sérfræðinga utan heimahaganna. 

Þetta nær náttúrlega engri átt. 

Þegar maður er kominn á þann stað í lífinu, vera fæddur um miðja síðustu öld, hefur alla sína ævi borgað skatta og skyldur til jafns við aðra landsmenn. Auk heldur að hafa aldrei verið veikur, sem neinu nemur og sinnt sínu alla tíð, þá þykja það heldur kaldar kveðjur að sitja ekki við sama borð og þorri þjóðarinnar, þegar kemur að því að sækja til sérfræðinga. 

Það eru því sjálfsögð mannréttindi að fá þá þjónustu sem manni ber og þar eiga allir Íslendingar að vera jafnir fyrir Guði og mönnum,  Mannanna verk eiga að vera þannig upp sett að mismunun eigi sér varla stað.

Hægt er slíta út með töngum, greiðslu fyrir fleiri ferðum með að kæra til Úrskurðarnefndar velferðamála.  Eitthvað kostar að gera út slíkt apparat og eldra fólk veigrar sér að leggja út í það fen.  

Það er niðurlægjandi að þurfa að sækja um það sérstaklega, sem á að vera sjálfsagður hlutur og að það skuli ekki nægja skrifleg gögn frá lækni.

Þetta nær náttúrlega engri átt.


Bloggfærslur 20. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband