Hagfræðingar, - eru þeir vitrastir eftirá?

Ítrekað hafa hagfræðingar látið hafa eftir sér hvað er best að gera inn í fjármálalega framtíð og varað við ofþenslu við ákveðnar aðstæður.

Ekki vantaði varnaðarorð og upphrópanir við byggingu Kárahnjúka og álvers á Reyðarfirði vegna ofþenslu í hagkerfinu, en hagfræðingarnir viku ekki orði að þenslunni í Reykjavík á sama tíma.

Pólitísku gleraugu hagfræðinganna voru jafnframt þannig, að í gegnum þau sáu þeir það sem þeir vildu sjá.  Þeir vöruðu mjög við að flytja inn ódýrt vinnuafl.  En það var ekki hægt að fá hjá þeim svör við því hvernig ódýrt innflutt vinnuafl á Austurlandi gæti valdið þenslu í Reykjavík.

Þá vöruðu þeir við að byggja svo stórt álver, íslenska ríkið gæti ekki tekið svo mikla fjárhagslega áhættu.  Það var Alcoa sem byggði álverið fyrir sitt eigið erlenda fjármagn og erlend lán.  Hvernig gat það haft áhrif á ríkisfjármálin?

Eru hagfræðingarnir ekki bara bestir við að greina ástandið eftir á, enda skiptir það þá engan máli lengur?


Bloggfærslur 15. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband