Er allur sannleikurinn sagður?

Það kostar fórnir að lifa í samfélagi.  Því fylgja bæði kostir og gallar.  Það er erfitt að reka bæjarfélag án þess að atvinnulífið sé blómlegt og íbúar hafi atvinnu til að framfleyta sér og sínum. Á Seyðisfirði er staðan snúin eftir hörmungarnar, svo vægt sé til orða tekið.

- Hvað um stærstu atvinnurekendurna?
- Er fiskvinnslan ekki á hættusvæði?
- Hvað verður um hana?
- Hvaða líkur er á að henni verði lokað endanlega?
- Hvað kemur í staðinn?

Þar með er ekki sagt að ekki skuli hlustað á íbúana, einungis bent á að finna þarf út hvað hægt er að gera í staðinn fyrir þau störf sem tapast og helst að bæta í þegar kemur að atvinnuuppbyggingu.

- Hvaða lausnir eru í sjónmáli?
- Er t.d. hægt að vera með landeldi í Seyðisfirði?
- Hvað annað er í boði?

Upphrópanir bæta atvinnuástand lítið, jafnvel þó verið sé að höfða til háværs hóps íbúa, ekki endilega meirihlutans.

Öflug atvinnustefna er grunnur hvers samfélags.


mbl.is Gagnrýnir sveitastjórn Múlaþings harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband