Á að moka snjó með skrifborðum eða snjóruðningstækjum?

Það er alveg með ólíkindum hvað það kemur mörgum á óvart að það skuli snjóa á Íslandi og ekki er síður áhugavert hvernig sumir telja að leysa eigi málið.  Lausnarorðið er því LOKUN

Til þess að koma megi þessum lokunum í framkvæmd, þarf að skipa starfshóp til að skoða stöðuna, senda út fyrirspurnir og bíða svara, fara yfir málin, velta vöngum og taka síðan afdrifaríka ákvörðun. LOKUN.

Enginn reynslubolti, sem notar vegakerfið að staðaldri, skilur neitt í þessum aðgerðum.   Það er oftast hægt að finna aðrar lausnir, sem hafa minni inngrip í daglegt líf fólks og fyrirtækja, en þá þarf að sjálfsögðu að skipa nýjan starfshop til að fara yfir þau mál sérstaklega.

En það er auðvita komin lausn á vandamálinu hjá innviðaráðherranum, nefnilega að skipa starfshóp, sem á að fara yfir málin og finna lausn svo ekki þurfi að loka Reykjanesbrautinni næst þegar snjóar, til þess að innviðaráðherra geti sett "LOKUNAR-nefndinni" skýrari verklagsreglur.  Ekki getur hann það sjálfur.

En ekki dettur honum heldur í hug það augljósa:

Að láta selja skrifborðin og kaupa snjóruðningstæki í staðinn!


Bloggfærslur 22. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband