23.5.2021 | 09:56
Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi
Um nokkurn tíma hefur talsverður þrýstingur á sveitarfélög Íslands að sameinast. Það ku vera svo hagkvæmt. Kjördæmaskipan hefur hins vegar verið óbreytt, að kalla, í langan tíma fyrir utan það að NA-kjördæmi varð til með hrókeringum frá Tröllaskaga að Lónsheiði.
Nú tel ég, að fenginni reynslu í NA-kjördæmi, að hafin verði vinna við sameiningu Stór-Reykjavíkursvæðisins og Kragans í eitt kjördæmi og jafnframt að innlima Akranes í leiðinni.
Þetta ætti að verða gríðarleg hagræðing í stjórnsýslunni, ekki síst ef Hafnafjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnanes, Mosfellsbær og Reykjavík yrðu sameinuð. Illmögulegt er hvort eð er að vita innan hvaða bæjarmarka maður er í kerfinu eins og það er uppbyggt núna.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)