6.12.2021 | 23:14
Rafmagnsskömmtun í boði Vinstri Grænna
Þetta er framtíðin ef hlustað verður á VG og endalausan áróður þeirra gegn vatnsaflsvirkjunum og öðrum endurnýjanlegum orkukostum.
Vindrellur á Íslandi er ekki ákjósanlegur kostur núna, eins og marg búið er að benda á, hvað sem síðar kann að reynast.
Núna eru óprúttnir fjárfestar að smeygja sig inn í allar gáttir samfélagsins og festa sér orku kosti landsmanna með gylliboðum.
Það verður næsta plágan á eftir Covid.
Eru allir búnir að gleyma þegar stórútgerðirnar fóru eins og logi um akur og keyptu upp kvótann þar sem hann var falur og lofuðu uppbyggingu á stöðunum í fiskvinnslunni.
Hverjar urðu efndirnar?
Man einhver:
Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.
![]() |
Landsvirkjun skerðir til stórnotenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2021 | 17:53
Malt og appelsín verður ekki jólagosið í ár.
Samkvæmt því sem jarðfræðingar telja líklegast, verður eitthvað um að vera í Vatnajökli, jafnvel á allra næstu dögum.
Grímsvötn eru búin að æla úr sér og skjálftavaktin gefur í skin að í vændum gæti verið eitthvað meira.
Jólagosið í ár gæti því sem best orðið Grímsvatnagos.
![]() |
Þurfum að vera á varðbergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |