30.11.2021 | 14:32
Er eitthvað líf austan Ártúnsbrekku?
Það er örugglega ekki margir meðvitaðir um gróskumikið atvinnulíf á landsbyggðinni þegar kemur að Tjarnar-Bakkabræðrum og -systrum.
Þau eru öll með MikluMýrarsyndromið.
Það lýsir sér í þeirri óbilandi trú:
- að ekki er hægt að flytja fólk til og frá Íslandi nema --
- að ekki er hægt að flytja vörur til og frá Íslandi nema --
- að ekki er hægt að flytja póst til og frá Íslandi nema --
-- það fari um gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar.
Auk þess fylgir þessari óværu nokkrar hliðarverkanir:
1. Allt stórt á að vera í sjónmáli úr turni Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.
1.1. Sjúkrahús.
1.2. Stjórn landsins
1.3. Allar menntastofnanir landsins
1.4. Yfirstjórn alls fjármálakerfisins
1.5. Yfirstjórn allra stórfyrirtækja landsins
1.6. Fyrirtæki sem enga framleiðslu hafa í Reykjavík s.s. Landsvirkjun.
1.7-999. Sem er of langt upp að telja.
2. ER BARA EKKI BEZT AÐ GANGA Í ESB?
2.1 Þá flyst allt bixið til Brussels.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)