Nauðsynleg mannvirki og staðsetning þeirra

Allir er hafa á hreinu hvar stórskipahöfnum er best fyrir komið þ.e. við sjávarströnd.

Flestir eru sammála að brýr eiga að vera þar sem þær eru best staðsettar vegna umferðar og í þjóðvegakerfinu.

Margir skilja það að, flugvöllum er best fyrir komið þar sem há fjöll eru ekki áhættuþáttur í aðflugi og/eða fráflugi viðkomandi flugvallar.

Sumir skilja það, að sjúkrahúsum er best fyrir komið þar sem margir búa og samgöngur eru greiðar til og frá sjúkrahúsinu.

Fáir skilja að það er ekki endilega best að hnoða hlutum í heimabyggð, þegar annar staður hentar heildinni vel og fjármagn nýtist betur.

Og enginn skilur hvað ég er að fara með þessari færslu, - eða hvað

En svona er lífið dásamlegt og margt skrítið í kýrhausnum.


mbl.is Tvö tilboð bárust vegna Akureyrarflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband