20.11.2021 | 22:56
Er MDE með hraðþjónustu?
Það bregður þá nýrra við. Gott ef niðustaða verður komin að fjórum árum liðnum.
Á þá að kjósa í NV-kjördæmi?
Ef þarf að víxla stólum, eiga þeir sem þar kunna að sitja, að endurgreiða launin til þeirra sem teljast rétt kjörnir?
Verða öll lög næsta þings ómerk?
Eina lausnin, sem er marktæk núna úr því sem komið er, er að senda kjörna fulltrúa heim launalaust og forseti lýðveldisins skipar starfsstjórn.
það er eini löglegi leikurinn í stöðunni, að mínu mati.
Auglýsa þarf nýjan kjördag með tilskyldum fyrirvara í vor og kjósa upp á nýtt í landinu öllu og fara að þeim loknum í stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Ella verður enginn friður á landinu, vegna þess að þeir sem ekki fengu það sem þeir vildu, setja eigin hag ofar hag landsmanna.
Þannig met ég stöðuna.
![]() |
Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)