18.10.2021 | 11:01
VG vafra um í mengunarskýi sem ekki er til staðar.
Vinstra Græna framboðinu er að takast að hnoða inn í þjóðarsálina að hamfarahlýnun sé á næsta leiti. Sannleikurinn er sá, að ekkert bendir til að eitthvað mikið muni gerast næstu árþúsundin, sem ekki hefur átt sér stað áður í jarðsögunni.
Ekki má þó skilja það svo að ekkert sé að og ekki megi bæta. Vissulega er það svo. En engar hamfarir eru handan við hornið, eins og skilja má á stórum hluta trúarbragðahóps um hamfarahlýnun.
Stefna VG í þessu máli, er að sópa vandamálunum undir teppið og/eða koma þeim þannig fyrir að vandamálin sjáist ekki frá íslensku byggðu bóli. Ekki má vera með brennara til að farga rusli vegna reglna um mengunarvarnir. Engu skiptir þó verið sé að hita híbýli manna og sundlaugar. Enginn frestur gefinn til að koma upp betri búnaði inn í framtíðina. Nei, burt með sorpið. Því ekið um langan veg, sem ekki er urðað, og sett um borð í skip og erlendis er því ekið aftur um langan veg áður en það er brennt.
Fáir, nema VG, líta svo á að engin mengun fylgi þessari aðgerð, hvorki vegna flutnings á sjó eða landi né vegna brunans vegna þess að hann er öðru landi. Þetta er komið úr sjónmáli VG og þá kemur þeim það ekki rassgat við. Ekki telja þeir heldur að þetta hafi nokkur áhrif á heildarmyndina og þurfi ekki fara í þann stóra pott, sem nefnist hnattræn hlýnun.
Hvað geta VG verið með takmarkaða sýn á mengun, þegar kemur að orsökum og afleiðingu?
Þá kemur að öðru rugli. Núverandi Umhverfisráðherra er á góðri leið með að sannfæra þjóðina á að vatnsorka sé uppspretta allrar mengunar á Íslandi og því beri að friða allt vatn sem rennur óbeislað til sjávar. Þannig ætlar hann að stoppa að nýta vatnsafl til framleiðslu raforku. Í staðinn vill hann byggja vindorkugarða vítt og breytt um landið.
Vindorka og Ísland eiga enga samleið eins og er. Vindur er ýmist of mikill eða of lítill.
Hvað um það. Guðmundur biskup Góði fór um landið til að blessa álagabletti með vígðu vatni, til hagsbóta fyrir íbúa landsins. Guðmundur Óði fer um landið til að friða það svo að ekki sé hægt að nota vatn (vígt eða óvígt) til hagsbóta fyrir land og þjóð.
Á sama tíma telja einhverjir spákaupmenn að þeir hafi leyfi til skipta á hreinleika orku Íslendinga og fá í staðinn skítuga drullusekki, gegn gjaldi. Þessi viðskipti gjaldfella Íslenskan hreinleika þannið að Ísland, sem samkvæmt bókhaldinu virðist framleiða orku með kolum, kjarnorku, olíu og gasi.
Hvað er hægt að minnka kolefnaspor Íslands mikið með því að fella þessi gildi niður og senda þessi skítasamninga aftur til föðurhúsanna?
Hver hefur leyfi til þessara viðskipta?
Hver gefur leyfi til þessara viðskipta?
Eru þessi hrossakaup kanski í boði ESB?
![]() |
Stjórnarmyndun heldur áfram enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)