005 Hin gáttin til Íslands er AUSTURLAND

Rétt starfsemi á réttum stað

Á stöku stað er ekki heppilegt að vera með þjónustu t.d. útgerð, vegna aðstæðna svo sem léleg höfn, fámenni og fjarlægð frá mörkuðum.

Staður A getur verið með mun ákjósanlegri aðstæður en staður B.  B býr hins vegar við þá pólitísku og fjárhagslegu yfirburði til að beita aflsmunum og getur því hæglega beitt sér gegn faglegu mati, sem undir því álagi, hefur áhrif á þá sem taka ákvarðanirnar.

Sem dæmi má benda á að Egilsstaðaflugvöllur er með ákjósanlegar aðstæður landfræðilega séð og hefur skorað hæst sem slíkur út á landsbyggðinni.  Hvað varðar veðurfar miðað við Keflavíkurflugvöll er Egilsstaðaflugvöllur oftar en aðrir á hinum skala veðurfræðinnar þannig að þegar vont veður er í Keflavík eru talsverðar líkur á að það sé með afbrigðum gott á Egilsstaðaflugvelli og öfugt. 

Andstæður í veðri eru meiri á milli Keflavíkur- og Egilsstaðaflugvallar en á öðrum flugvöllum á Íslandi, enda var sérstaklega um það getið þegar valið stóð um byggingu nýs flugvallar á Egilsstöðum, sem jafnframt nýttist sem varaflugvöllur fyrir flug í íslenskri lofthelgi.

Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti og þarf því oft að seilast djúpt í vasa íbúanna til að standa undir lögboðnum verkefnum. 

Ríkisstjórnin ætti að sjá um að staðir í sömu stöðu og Fljótdalshérað fengu að fullnýta kosti sína fram yfir þá staði sem úr öðru hafa að moða, sérstaklega þegar sterk rök mæla sérstaklega með því jafnframt.

Austurland er hin gáttin

Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst.  Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi.  Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður Evrópu er jafnframt styst til Austurlands.  Áform um sæstreng til Bretlands gera ráð fyrir Austurlandi sem tengipunkti.

Það er eingöngu þegar fyrirtæki syðra geta hagnast á kostum Austurlands að það er inni í hugum þeirra sem selja vilja landið og gæði þess.  Þess á milli er Austurland lítils virði.  Með því að nota Austurland meira í millilanda-viðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnissporið minna. 

Austurland, svarti bletturinn

Það er þyngra en tárum taki að Austurland hafi löngum verið svarti bletturinn í flestum ferðaáætlunum.  Þannig hafa skipulagðar ferðir frá Reykjavík gjarnan verið með endastöð við Mývatn annars vegar og Höfn í Hornafirði hins vegar.

Svo rammt kveður að þessu að það kemur beinlínis fram í opinberum gögnum að til Austurlands sé ekkert að sækja og álpist einhver þangað eru þar nokkrir gististaðir, en vænlegast sé að koma sér þaðan burt sem fyrst

Austurland og vitsmunalífið

Svo merkileg sem einhverjum kann að virðast, þá er ýmislegt í gerjun á Austurlandi þó ekki fari það allt hátt.  Þannig hefur veitingastöðum fjölgað hratt og er úrvalið fjölbreytilegt.  Það sama á um gistimöguleika, þar sem framboð hefur aukist gríðarlega og marbreytileikinn er umtalsverður.

Afþreyingarmöguleikum hefur vaxið fiskur um hrygg, ekki aðeins við sjávarsíðuna heldur einnig upp til dala. Gönguleiðir eru annálaðar, fallegir staðir að skoða, nú síðast Stuðlagil, sem á eftir að draga að sér margan ferðamanninn, baðstaðurinn Vök við Urriðavatn og kyrrðin sem ríkir á hálendinu. Vetrarferðamennskan er rétt að kíkja upp úr hjólförunum og þar er stór og óplægður akur.  Þetta eru einungis nokkur sýnishorn.

Egilsstaðir kjarnamiðstöðin

Löngum hefur það verið ljóst, að Egilsstaðir liggja vel að helstu leiðum í ferðamennsku og því nauðsyn að byggja frekar á möguleikum í þá átt, bæði fyrir þá sem Austurland byggja og ekki síður fyrir þá sem vilja sækja landshlutann heim og Ísland allt.

Vandamálin eru hins vegar hvernig á að vinna að markaðssetningu og þar greinir menn á um hvað á að markaðssetja.  Sumum finnst að leggja eigi áherslu á að markaðssetja flugvöllinn, meðan aðrir vilja leggja áherslu á möguleika svæðisins fyrir upplifun og afþreyingu.  Það síðarnefnda er heppilegra, vegna þess að fæstir stefna á Austurland eingöngu vegna þess að þar er flugvöllur frekar en að það sé aðdráttarafl að á staðnum sé bensínsjoppa, sem selur góða hamborgara.

Í markaðssetningu þarf að leggja áherslu á stóru, þekktu staðina á markaðssvæðinu t.d. Vatnajökul, Jökulsárlón, Mývatn, Öskju, Stuðlagil, Ásbyrgi, Karahnjúka, Dettifoss og Hengifoss, svo eitthvað sé nefnt.  Þá kemur Egilsstaðaflugvöllur sterkur vegna nálægðar við ferðamannastaðina.


Bloggfærslur 28. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband