3.10.2020 | 21:36
Máni Snær Þorláksson blaðamaður DV....
....notar í umfjöllun sinni samsetta mynd þar sem Covid-19 veirunni er smellt inn á myndina.
Að mínu mati er alls óviðeigandi að stilla Covidveirunni ávallt sem næst eða yfir Austurlandi á þessari skýringarmynd, sem jafnan fylgir fréttaflutningi af óværunni.
Austurland hefur verið lang minnst þjakað af veirunni og langtímum saman alveg frí við hana og því ómaklegt að stilla þessu þannig upp að svo virðist sem þar sé allt vaðandi í Covid 19.
Einfaldar sálir eins og ég, setja þetta klárlega í það samhengi.
Kveðja
Spaugilegt | Breytt 4.10.2020 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)